2016-04-14 10:55:00 CEST

2016-04-14 10:55:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjaneshöfn - Fyrirtækjafréttir

Fjármál Reykjaneshafnar


Samkomulag við kröfuhafa


Vísað er til fyrri tilkynninga Reykjaneshafnar um viðræður við kröfuhafa um
endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar og stofnana hans. Eins og greint var
frá í tilkynningu [Reykjanesbæjar/Reykjaneshafnar] hinn 7. apríl sl. samþykkti
bæjarráð Reykjanesbæjar að bera undir kröfuhafa samkomulag um fjárhagslega
endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana með tilteknum fyrirvörum. Í
tilkynningunni kom einnig fram að bæjarráð hafi samþykkt að næðist ekki
samkomulag fyrir 15. apríl nk. yrði óskað eftir því að sveitarfélaginu væri
skipuð fjárhaldsstjórn skv. 86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. 

Ein forsenda gildistöku samkomulagsins var sú að allir kröfuhafar
Reykjanesbæjar og stofnana undirrituðu það. Þrátt fyrir að meirihluti kröfuhafa
hafi nú skilað undirrituðu samþykki sínu til Reykjanesbæjar og stofnana er
ljóst samkomulag mun ekki nást þar sem minnihluti kröfuhafa hefur synjað að
ganga til samninga á grundvelli þess.