2007-11-20 10:57:53 CET

2007-11-20 10:57:53 CET


Islandų Anglų
Kaupþing banki hf. - Yfirtökutilboð

- Kaupþing eignast innlánafyrirtæki á Mön


Kaupþing banki hf. (Kaupþing) hefur náð samkomulagi við Derbyshire Building
Society ("Derbyshire") um kaup á öllu útgefnu hlutafé í
aflands-innlánafyrirtæki Derbyshire, The Derbyshire (Isle of Man) Limited
("Derbyshire Offshore"). 

Derbyshire Offshore er sérhæft fyrirtæki sem býður sérsniðna innlánsreikninga í
pundum, með úrvali breytilegra og fastra vaxta, handa almennum viðskiptavinum
og fyrirtækjum. Við lok þriðja ársfjórðungs 2007 námu samanlögð innlán hjá
fyrirtækinu rúmlega 320 milljónum punda (460 milljónum evra). Kaupin munu hafa
óveruleg áhrif á heildarrekstur Kaupþings samstæðunnar. Eftir að kaupin verða
frágengin, sem reiknað er með að gerist fyrir lok ársins, mun Derbyshire
Offshore verða sameinað núverandi starfsemi Kaupþings á Mön. Stefna Kaupþings
varðandi rekstur fyrirtækisins er að auka innlán og krossselja aðrar afurðir. 

Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings: „Þessi kaup eru
í samræmi við stefnu Kaupþings um að auka innlán í bankanum. Fyrirtækið er
rekið með mjög hagkvæmum hætti og verður mjög góð viðbót við núverandi
starfsemi okkar á Mön.” 

Nánari upplýsingar: 
Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar 444-6126 
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs 444-6112