2016-05-12 18:42:43 CEST

2016-05-12 18:42:43 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti Englanti
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Íbúðalánasjóður selur 153 íbúðir


Íbúðalánasjóður og BK-eignir ehf. hafa náð samkomulagi um kaup þeirra
síðarnefndu á 153 íbúðum samtals að fjárhæð 3.740.248.000 af Íbúðalánasjóði og
var samningur þar að lútandi undirritaður nú áðan. 

Þann 14. desember s.l. bauð Íbúðalánasjóður til sölu í opnu og gagnsæu
söluferli 15 eignasöfn fasteigna sem staðsett voru víða um landið. Í þessu
tilfelli er um að ræða sölu á 5 þessara eignarsafna. Fjöldi íbúða í þessum
eignasöfnum voru 504 eignir og er því hér um að ræða um 30,4% eignanna sem til
sölu voru. Kaupsamningar vegna  sölu annarra eignasafna sem í bárust
skuldbindandi tilboð verða undirritaðir á næstu vikum í samræmi við skilmála
söluferlisins. 

Sala þessara eigna mun hafa jákvæð áhrif á rekstur sjóðsins.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.