2016-08-25 15:00:01 CEST

2016-08-25 15:00:01 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

Reykjavíkurborg - árshlutareikningur janúar - júní 2016


Jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar

Rekstur A-hluta jákvæður um 490 milljónir



Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni jákvæðri niðurstöðu á
A-hluta upp á 490 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Í heildina var
áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en
aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu. Innan A-hluta er hinn almenni rekstur
borgarinnar sem fjármagnaður er af skatttekjum. 



Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 490 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að
hún yrði neikvæð um 300 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en
gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri
skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og
hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins.  Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð
um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr
betri en áætlun gerði ráð fyrir. 



„Það er ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem við lögðum í er að skila
sér. Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna
hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana
því það má lítið út af bera í rekstrinum,“ segir Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri. 



Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var jákvæð um
10.561 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 mkr. 

Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir.



Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra
matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri
fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og  lægri verðbólgu
en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um
9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 



Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok
tímabils  530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og
eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. 
Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um
síðustu áramót. 

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. 

Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða
meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til
fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:  Orkuveita Reykjavíkur,
Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf.,
Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og
Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf. 



Reykjavík, 25. ágúst 2016.





Nánari upplýsingar veitir

Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar sími 693-9321.