2017-02-24 17:49:51 CET

2017-02-24 17:49:51 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų Anglų
Landsbankinn hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf. : Tilkynning um kaup Landsbankans hf. á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun - lok þriðja endurkaupatímabils


Þann  15. september 2016 birti Landsbankinn hf. tilkynningu um að bankinn byðist
til  að  kaupa  hluti  af  hluthöfum  samkvæmt  endurkaupaáætlun  á þremur nánar
tilgreindum  endurkaupatímabilum. Þriðja endurkaupatímabilið var frá 13. febrúar
2017 til og með 24. febrúar 2017.

Á  þriðja endurkaupatímabili keypti Landsbankinn samtals 8.509.625 eigin hluti á
genginu 10,6226 að kaupvirði 90.394.085 kr.

Hvorki  bankastjóri Landsbankans né framkvæmdastjórar hjá bankanum seldu hluti í
bankanum á þriðja endurkaupatímabili.

Landsbankinn   átti   351.831.490 eigin   hluti   fyrir   viðskiptin   á  þriðja
endurkaupatímabili.   Vegna   fullnustuaðgerða  hafa  119.524 hlutir  færst  til
Landsbankans á tímabilinu. Að loknu þriðja endurkaupatímabili á Landsbankinn því
360.460.639 eigin hluti, eða sem nemur 1,5% af útgefnum hlutum í félaginu.

Landsbankinn     hefur    keypt    samtals    142.031.497eigin hluti    samkvæmt
endurkaupaáætluninni  eða sem nemur 0,6% af útgefnum  hlutum í félaginu og nemur
kaupverð þeirra 1.481.500.289 kr.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um
hlutafélög nr. 2/1995.

Nánari upplýsingar veita:

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, pr@landsbankinn.is og í síma 410 6263 /
899 3745

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7310


[]