2014-08-29 12:14:39 CEST

2014-08-29 12:15:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Ársreikningur

Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2014


Heildarhagnaður RARIK á fyrri hluta ársins var 1.265 milljónir króna.

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta
ársins 2014 var 1.658 milljónir króna. Rekstrartekjur hækkuðu  um 11% frá fyrra
ári, en rekstrargjöld með afskriftum um 4%. Hækkun rekstrartekna er meiri en
gert var ráð fyrir í áætlunum sem stafar einkum af aukinni  raforkusölu á
landsbyggðinni, ekki síst í dreifbýli, samhliða vaxandi þjónustu við ferðamenn.
Regluleg starfsemi  fyrirtækisins var að öðru leyti í samræmi við áætlanir. 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 424 milljón króna á tímabilinu eða nær sama
tala og á fyrri hluta ársins 2013. 

Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets á rekstur voru jákvæð um 277 milljónir
króna. 

Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu var hagnaður á tímabilinu 1.265 milljónir
króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var
2.455 milljónir króna eða um 38% af veltu tímabilsins, samanborið við 35%  af
veltu á sama tímabili árið áður.  Hreint veltufé frá rekstri var 2.346
milljónir króna samanborið við 1.927 milljón króna á sama tímabili árið 2013. 

Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2014 voru 46.964
milljónir króna og heildarskuldir námu 18.866 milljónum króna. Eigið fé var
28.098 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 59,8%. Skammtímaskuldir hækka um
rúma þrjá milljarða frá uppgjöri 2013, vegna uppgreiðslu skuldabréfaflokks, sem
telst nú til næsta árs afborgana, en vaxtaberandi skuldir í heild lækka hins
vegar um 580 milljónir. 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2014 eru góðar. Gert er ráð fyrir að afkoma
fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir. Miðað
við gengisþróun undanfarna mánuði og verðbólguspár næstu mánaða verður
heildarafkoma fyrirtækisins því jákvæð á árinu 2014. 

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum. 

Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi.