2011-04-15 13:48:54 CEST

2011-04-15 13:49:55 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Ríkissjóður býðst til að fyrirfram greiða skuldabréf í erlendri mynt


Ríkissjóður býðst til að kaupa á pari, að hluta eða í heild, þau skuldabréf sem
falla í gjalddaga 2011 og 2012. 

Kaup á skuldabréfunum er þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.

Laugardaginn 9. apríl fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lög um ríkisábyrgð á
Icesave-samkomulagi frá 8. desember 2010. Úrslit liggja nú fyrir; lögunum var
hafnað af meirihluta kjósenda og öðlast því ekki gildi. Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar, eða úrvinnsla upphæðarinnar sem deilt er um (u.þ.b. 650
ma.kr.), hefur ekki áhrif á það að greiðslur hefjist úr þrotabúi Landsbanka
Íslands hf. til forgangskröfuhafa svo sem bresku og hollensku
innstæðutryggingarsjóðanna. Á grundvelli talna frá þrotabúi Landsbanka Íslands
er þess vænst að eigendum innstæðukrafna verði greiddir 604 ma.kr. árin 2011 og
2012 og alls 1175 ma.kr. þegar þrotabúið hefur verið leyst upp. 
Miðað við stærð gjaldeyrisforða Íslands er Ríkissjóður Íslands í góðri stöðu
til að greiða þau erlendu lán sem falla í gjalddaga samkvæmt lánasamningum á
næstu árum (þar á meðal skuldabréf að nafnvirði 800 m. evra sem falla í
gjalddaga 2011 og 2012). Tilboðið staðfestir að Ríkissjóður Íslands getur
staðið við greiðslur á gjalddögum verðbréfanna og gerir þátttakendunum í
tilboðinu fært að selja verðbréf sín. Að auki hefur Ríkissjóður Íslands
hliðsjón af nýlegum tilkynningum frá lánshæfisfyrirtækjum og gefur tilboðið
eigendum verðbréfanna færi á að losa skuldabréfin á nafnverði með skipulögðum
hætti ef þeir svo kjósa í ljósi tilkynningana. 

Sjá nánari lýsingu í viðhengi