2024-06-24 17:20:00 CEST

2024-06-24 17:20:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Viðskipti félags með eigin bréf

Arion banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 4. apríl 2024 um framkvæmd endurkaupaáætlunar og 8. maí 2024 um áframhaldandi framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 25. viku 2024 keypti Arion banki eigin hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Tekið er fram að endurkaup sænskra heimildarskírteina (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi samkvæmt áætluninni er lokið. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.

Endurkaup á hlutum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í umrædd skipti voru eftirfarandi:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Hlutir í eigu Arion eftir viðskipti
18.6.202410:01:21100.000130,0013.000.00036.614.333
18.6.202410:06:52150.000130,0019.500.00036.764.333
18.6.202411:28:16150.000130,0019.500.00036.914.333
18.6.202413:01:21200.000129,5025.900.00037.114.333
19.6.202414:40:36500.000129,5064.750.00037.614.333
20.6.202413:50:24200.000130,0026.000.00037.814.333
20.6.202415:15:49400.000129,7551.900.00038.214.333


1.700.000
220.550.00038.214.333






Endurkaupum á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi er lokið.

Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 25 samtals 39.595.305 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 25 samtals 41.295.305 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 2,82% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 30.650.142 hluti og 355.086 heimildarskírteini.

Heimilt verður að kaupa allt að 365.000 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,025% af útgefnum hlutum og allt að 36.135.000 hluti á Íslandi, eða sem svara til 2,473% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 2,5% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 50.000.000 kr. í Svíþjóð og 4.950.000.000 kr. á Íslandi (samtals 5 milljarðar króna). Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar framangreindu er náð eða í síðasta lagi 31. desember 2024. Arion banki hf. hefur heimild til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er á tímabilinu.
 
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglna nr. 320/2022 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.