2012-03-16 09:30:00 CET

2012-03-16 09:30:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Útgáfa nýs skuldabréfaflokks LSS150434


Eftir lokun markaða í gær var aðalmiðlurum skuldabréfa lánasjóðsins kynnt
áætlun sjóðsins um að gefa út nýjan flokk skuldabréfa LSS34. Markmiðið með
útgáfunni er að styrkja aðgang lánasjóðsins að lánsfé og auka möguleika
lánasjóðsins til að lána sveitarfélögum til lengri tíma. Lánasjóður
sveitarfélaga hefur óskað eftir að endurnýja aðalmiðlarasamninga þannig að hin
nýju skuldabréf falli undir þá líka. 

Eiginleikar og markmið með útgáfunni.

  -- Útboðsskilmálar LSS150434 verða birtir fyrir fyrsta útboðið í flokknum. 
  -- Fyrsta útboðið í flokki LSS150434 verður á áður auglýsta útboðsdegi
     sjóðsins þann 27. mars næstkomandi.
  -- Eiginleikar hinna nýju bréfa verða eins og eiginleikar HFF150434.
  -- Viðskiptavakt verður með bréfin þegar flokkurinn hefur náð 10 milljarða
     stærð.
  -- Þegar líður á árið verður eigendum LSS 08 1 boðið að skipta á bréfum sínum
     fyrir hin nýju bréf. Kjör verða þannig að lánasjóðurinn kaupir LSS 08 1 á
     sömu kröfu og fjárfestar kaupa hin nýju bréf á og verður krafan sú krafa
     sem var niðurstaðan í síðastliðnu útboði LSS34. Þetta verður nánar kynnt
     þegar þar að kemur.
  -- Aðalmiðlarar hafa einir rétt til þátttöku í útboðum og skuldbinda sig til
     að setja fram markaðsmyndandi tilboð fyrir a.m.k. 100 milljónir króna í   útboði, að hámarki einu sinni hvern mánuð.
  -- Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að sérstökum verðbréfalánum sem
     lánasjóðurinn veitir.

Nánari upplýsingar veitir: Egill Skúli Þórólfsson, sími: +354 515 4947,
netfang: egill@lanasjodur.is