2015-03-20 18:16:56 CET

2015-03-20 18:17:56 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Reginn hf. – Tilkynning um undirritun Regins hf. á kaupsamningi í tengslum við Samkomulag um kaup á fasteignasafni í eigu Fastengis ehf.



Í tilkynningu Regins hf. þann 17. febrúar síðastliðinn kom fram að undirritað
hefði verið samkomulag um kaup á fasteignasafni í eigu Fastengis ehf. 

Í dag var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og Fastengis ehf. á
grunni ofangreinds samkomulags. Með kaupsamningi þessum kaupir Reginn hf. allt
hlutafé í Fjárvara ehf., Bréfabæ ehf. og Sævarhöfða 2 ehf. Félögin þrjú eru
eigendur þess fasteignasafns sem samkomulag frá 17. febrúar sl. náði til. 

Kaupverð undirliggjandi fasteigna, eðli og umfang viðskiptanna sem og metin
áhrif á Reginn hf. er í samræmi við fyrri tilkynningar og kynningar Regins hf. 
Vísað er til tilkynningar 17. febrúar sl. og kynningar er haldin var í tengslum
við birtingu Regins hf. á ársreikningi þann 25. febrúar sl. og má finna á
heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestar. 

Stjórnir félaganna hafa samþykkt kaupin.

Vakin er athygli á að kaupsamningurinn er enn með fyrirvara um fjármögnun
kaupanna, niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Gengið hefur verið frá samkomulagi við ráðgjafa vegna vinnu áreiðanleikakannana
þ.e., LEX lögmannsstofu um lagalega þætti, KPMG ehf. vegna skattalegrar- og
fjárhagslegrar þátta og VSÓ Ráðgjöf vegna tæknilega atriða. 

Áætlað er að afhending félaganna fari fram eftir mitt ár 2015.

Tilkynning um samkomulag 17. febrúar sl.:
https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=645
458&messageId=802075 

Kynning Regins hf. við birtingu ársreiknings 25 febrúar sl.:

http://www.reginn.is/media/annad/Kynning-Arsuppgjor-2014-25022015-loka.pdf

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson - Forstjóri - helgi@reginn.is - S: 512 8900 / 899 6262