2015-10-08 12:31:18 CEST

2015-10-08 12:32:19 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjaneshöfn - Fyrirtækjafréttir

Fjármál Reykjaneshafnar




Í tilkynningu Reykjaneshafnar dags. 2. október síðastliðin þar sem kom fram að
vegna dráttar á samningsbundnum greiðslum til Reykjaneshafnar hefur höfnin
óskað eftir fjármögnun frá Reykjanesbæ til að geta staðið við greiðslur
skuldbindinga, sem eru á gjalddaga þann 15. október næstkomandi. Meðal þess sem
um ræðir eru greiðslur af skráðum skuldabréfum í flokkum RNH 16 1015 og RNH 27
0415. 

Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs í dag 8. október 2015 var framangreindri beiðni um
fjármögnun hafnað. Því er ljóst að til greiðslufalls á skuldbindingum
Reykjaneshafnar mun koma að óbreyttu þann 15. október næstkomandi. 

Hafnarstjórn Reykjaneshafnar hefur ákveðið að óska eftir greiðslufresti og
kyrrstöðutímabili frá kröfuhöfum til 30. nóvember næstkomandi.. Jafnframt er
boðað til kröfuhafafundar þann 14. október næstkomandi klukkan 10:00 í
húsakynnum LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, Reykjavík. Á dagskrá fundarins
eru eftirfarandi mál: 

a) Kynning á fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar.

b) Tilkynnt um samþykki kröfuhafa á greiðslufresti og kyrrstöðutímabili.

c) Ákvörðun um fyrirkomulag viðræðna og skipan kröfuhafaráðs..



Að loknum fundi við kröfuhafa verður tilkynnt um hvort kröfuhafar hafi orðið
við beiðni um greiðslufrest og kyrrstöðu.