2011-03-29 17:22:02 CEST

2011-03-29 17:23:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Reykjavíkurborg - aðgerðaáætlun vegna Orkuveitu Reykjavíkur



Borgarráð hefur í dag samþykkt fyrir sitt leyti aðgerðaáætlun Orkuveitu
Reykjavíkur og jafnframt samþykkt að veita fyrirtækinu 12 milljarða lán í réttu
hlutfalli við eign borgarinnar í fyrirtækinu, þar af koma 8 milljarðar til
greiðslu á þessu ári og 4 milljarðar á árinu 2013. Þetta er liður í aðgerðum
eigenda og fyrirtækisins til að tryggja fjármögnu þess og rekstrarhæfi á þessu
ári og næstu fimm árin.