2013-10-09 19:35:41 CEST

2013-10-09 19:36:41 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Fjármögnun kaupa á höfuðstöðvum Orkuveitunnar lokið


Reykjavík, 2013-10-09 19:35 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Fjármögnun kaupa á
höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, sem var í umsjá Straums fjárfestingabanka,
er lokið. Með sölu á fasteigninni eru allir þættir Plans Orkuveitunnar og
eigenda fyrirtækisins komnir á áætlun. Lokið verður við fullnaðarfrágang skjala
tengdum sölu og  leigu á húsnæðinu á næstu vikum. 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti snemma árs kauptilboð í höfuðstöðvar
fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1 og Réttarhálsi 1 í Reykjavík. Sala þeirra er
mikilvægur þáttur í framvindu Plansins, aðgerðaáætlunar Orkuveitunnar og
eigenda, með því að lausafjárstaða fyrirtækisins batnar sem söluandvirðinu
nemur. Söluverðið er 5,1 milljarður króna. Straumur fjárfestingabanki gerði
kauptilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun
og endanlega fjármögnun. Nú er hvoru tveggja lokið. 

Orkuveitan mun leigja húseignirnar til 20 ára og hafa rétt til að kaupa þær
aftur eftir 10 ár eða  við lok leigutímans. 



Bjarni Bjarnason forstjóri:

Það hefur farið fram hjá fáum að starfsfólk Orkuveitunnar vinnur eftir ákaflega
metnaðarfullri áætlun í rekstrinum, Planinu. Allir þættir þess, nema
eignasalan, hafa verið á áætlun frá upphafi og flestir gott betur. Með sölu
höfuðstöðvanna er eignasalan líka komin á áætlun. Samningurinn er Orkuveitunni
fjárhagslega hagstæður, lausafjárstaðan styrkist og það dregur úr áhættu í
rekstrinum. Það er líka mikilvægt að fyrirtækið eigi þess kost að kaupa eignina
aftur þyki það skynsamlegt þegar þar að kemur. 


         Nánari upplýsingar veitir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
Sími 516 7707.