2018-01-15 17:00:00 CET

2018-01-15 17:00:30 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Viðskipti félags með eigin bréf

Skeljungur hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 2. viku 2018, keypti félagið 4.996.200 eigin hluti fyrir 35.073.324 kr. eins
og hér segir:

Dagsetning   Tími   Keyptir hlutir Viðskiptaverð  Kaupverð

11.1.2018  10:19:30      3.000.000          7,02 21.060.000

11.1.2018  10:19:49      1.996.200          7,02 14.013.324

   Samtals               4.996.200               35.073.324
-----------------------------------------------------------



Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun
félagsins sem var hrint í framkvæmd 8. nóvember 2017, sbr. tilkynningu til
Kauphallar þann 7. nóvember 2017.

Skeljungur  hefur  nú  keypt  samtals  84.935.400 hluti í félaginu sem samsvarar
39,47% af  þeim eigin  hlutum sem  að hámarki  verða keyptir samkvæmt núgildandi
áætlun.  Kaupverð  hinna  keyptu  hluta  nemur  samtals  598.444.836 krónum  sem
samsvarar 85,49% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Skeljungur
á nú samtals 84.935.400 hluti eða 3,94% af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt  endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 215.203.185 hlutir, þ.e.
10% eigin fjár, en fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en 700 milljónir
króna.  Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar  öðru hvoru framangreindu hefur
verið náð eða á aðalfundardegi félagsins 2018. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í
samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.



Nánari  upplýsingar  veitir  Benedikt  Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
fjarfestar@skeljungur.is, s: 840-3071.


[]