2009-10-20 14:12:10 CEST

2009-10-20 14:13:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvaki - Fyrirtækjafréttir

- Tilkynning frá Landsvaka vegna fréttar frá Afli


Stjórn Afls Starfsgreinfélags Austurlands sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi
þess efnis að hún hyggðist stefna sjóðstjórum Landsvaka, er önnuðust
upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjámuni þess, til greiðslu bóta vegna
þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör fjárfestingarsjóðsins Peningabréf
Landsbankans ISK. Því er haldið fram í tilkynningunni að sjóðstjórar Landsvaka
hafi blekkt Afl til áframhaldandi viðskipta þegar ljóst hefði verið að
eignasafn sjóðsins væri ekki í samræmi við lýsingar og sjóðurinn því stefnt í
óefni. 

Landsvaki telur ástæðu til að leiðrétta þær alvarlegu rangfærslur sem fram koma
í tilkynningu Afls. 

Afl Starfsgreinafélag hefur aldrei gert samning um eignastýringu við Landsvaka.

Félagið var hins vegar með samning um eignastýringu við Landsbanka Íslands hf.
Sjóðstjórar Landsvaka önnuðust því ekki á neinum tímapunkti upplýsingagjöf til
Afls eða fóru með fjármuni félagsins.  Afl fjárfesti í sjóðum Landsvaka á
grundvelli eignastýringarsamnings við Landsbanka Íslands hf. og komu
sjóðstjórar Landsvaka á engan hátt að þeirri ákvörðunartöku. 

Landsvaki vill jafnframt benda á að nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur
þess efnis að fjárfestingarsjóðurinn Peningabréf Landsbankans ISK hefði verið
rekinn í samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu sjóðsins og lög sem um slíka
starfsemi gilda.