2009-10-15 15:59:09 CEST

2009-10-15 16:00:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar - júní 2009


Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar -
júní 2009 er lagður fram í borgarráði í dag fimmtudaginn 15. október.
Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A hluta og B hluta. Til A hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur málaflokka, og Eignasjóð. Til B hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu
borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með 
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Aflvaki hf., Bílastæðasjóður Reykjavíkur,
Faxaflóahafnir sf.,  Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningarhöllin hf.,
Jörundur ehf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Orkuveita Reykjavíkur, Skíðasvæði
höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó
bs. 

Rekstur: 
Tafla 1: Sjá viðhengi.

Í fjárhagsáætlun tímabilsins fyrir A hluta var gert ráð fyrir því að niðurstaða
fyrir fjármagnsliði yrði neikvæð um 2,9 milljarða króna og heildarniðurstaða
tímabilsins neikvæð um 1,7 milljarða króna. Fyrir A og B hluta var gert ráð
fyrir í áætlun tímabilsins um 1,8 milljarða króna jákvæðri niðurstöðu fyrir
fjármagnsliði og jákvæðri heildarniðurstöðu um 9,4 milljarða króna. 

Niðurstaða A-hluta var 0,2 milljörðum krónum betri en endurskoðuð áætlun gerði
ráð fyrir og niðurstaðan fyrir fjármagnsliði 1,2 milljarða króna betri en
endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var hins
vegar neikvæð um 12,7 milljarða í stað þess að vera jákvæð um 9,4 milljarða sem
má rekja til neikvæðs fjármagnsliðar um 15,9 milljarða en ástæður hans má rekja
til gengis íslensku krónunnar og erlendra skulda samstæðunnar, einkum Orkuveitu
Reykjavíkur, eins og fram hefur komið í árshlutauppgjöri fyrirtækisins. 

Eignir og skuldir
Tafla 2: Sjá viðhengi.

Eignir A hluta eru 103,6 milljarðar, hækka úr 92,1 milljarði króna eða um 11,5
milljarða. Skuldir A hluta hækka úr 19,8 milljörðum í 32,2 milljarða eða um
12,4 milljarða og skuldbindingar hækka um 0,5 milljarða, úr 11,9 milljörðum í
12,4 milljarða. Eigið fé A hluta lækkar um 1,4 milljarða úr 60,4 milljörðum í
59,0 milljarða, sem skýrist af rekstrarniðurstöðu. 

Eignir A og B hluta nema nú 402,9 milljörðum króna og hafa vaxið um 14,3
milljarða króna á tímabilinu. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum
skuldbindingum eru 286,4 milljarðar króna en voru 259,4 milljarðar króna í
árslok 2008 og hafa því aukist um 27,0 milljarða króna. Skuldbindingar hækkuðu
um 0,5 milljarða króna á tímabilinu. Eigið fé A og B hluta lækkar um 13,2
milljarða úr 116,3 milljörðum í 103,1 milljarði.
Veltufjárhlutfall hjá A og B hluta var 0,83 í lok tímabils á móti 1,04 í árslok
2008. Hjá A hluta var hlutfallið 1,64 í lok tímabilsins en 1,74 í árslok 2008. 
Reykjavík 15.