2011-05-16 18:35:02 CEST

2011-05-16 18:36:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands, en breytir horfum á lánshæfismatinu úr neikvæðum í stöðugar


Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands, en
breytir horfum á lánshæfismatinu úr neikvæðum í stöðugar 


Matsfyrirtækið Fitch hefur í dag breytt horfum á langtíma- og
skammtímaeinkunnum á lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. 

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Fitch eru BB+ í erlendri mynt og BBB+ í
innlendri mynt til langs tíma, og eru horfur á einkunnum nú stöðugar.
Skammtímaeinkunn í erlendri mynt er B og landseinkunn er BB+. 

Í tilkynningu frá Fitch kemur fram að ákvörðun fyrirtækisins sé fyrsta jákvæða
matsbreytingin frá árinu 2006 og felur í sér endurmat á áhrifum þess að
Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 9 apríl sl. 

Viðfest er álit Fitch frá í dag: