2011-03-18 09:56:14 CET

2011-03-18 09:57:14 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður aðalfundar 17. mars 2011


Á aðalfundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf., sem haldinn var 17. mars 2011, voru
eftirfarandi tillögur samþykktar: 

1.   Starfskjarastefna félagsins, sbr. 79. gr. a hlutafélagalaga:

“1. Tilgangur.

Starfskjarastefna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. miðar að því að
Tryggingamiðstöðin, ásamt dótturfélögum, sé samkeppnishæf og geti ráðið til sín
framúrskarandi starfsfólk í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi vöxt og
velgengni félagsins. Í því skyni ber að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins
þannig félagið fái notið starfskrafta þeirra sem allra best. Starfskjarastefnan
nær til helstu grundvallaratriða í starfs- og launakjörum forstjóra og
stjórnenda félagsins. Stefnan er liður í að gæta langtímahagsmuna eigenda
félagsins, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila með skipulegum, einföldum og
gegnsæjum hætti. 

2. Starfskjör stjórnarmanna.

Þóknun til stjórnarmanna og varastjórnar fyrir komandi starfsár skal ákveðin á
aðalfundi ár hvert og skal þóknunin taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn
verja til starfans, þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins. 

3. Starfskjör forstjóra.

Starfskjör forstjóra skulu ítarlega tilgreind í skriflegum ráðningarsamningi,
þar á meðal föst laun, árangurstengdar greiðslur, kaupréttur, lífeyrisréttindi,
orlof, önnur hlunnindi og uppsagnarfrestur, svo og, eftir atvikum,
eftirlaunaréttindi og greiðslur við starfslok. 

4. Starfskjör stjórnenda.

Starfskjör annarra æðstu stjórnenda félagsins, sem nánar skulu tilgreind í
skriflegum ráðningarsamningum, skulu einnig taka mið af sjónarmiðum 3. gr.
eftir því sem við á. 

5. Endurskoðun starfskjarastefnu. Upplýsingagjöf.

Starfskjarastefna félagsins skal tekin til endurskoðunar ár hvert og borin
undir aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunar. 

Á næsta aðalfundi ber stjórn að gera grein fyrir kjörum stjórnenda og
stjórnarmanna félagsins auk þess að skýra frá framkvæmd starfskjarastefnunnar.
Frávik frá starfskjarastefnunni skulu rökstudd sérstaklega í hverju tilviki og
færð til bókar. 

Gera skal árlega grein fyrir launum og öðrum starfskjörum stjórnar og æðstu
stjórnenda í ársskýrslu félagsins.” 

2.   Breytingar á samþykktum.:


                              a. (1. mgr. 19. gr.)

1. mgr. 19. gr. orðist svo: „Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum og
jafnmörgum til vara. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu fullnægja þeim
skilyrðum sem kveðið er á um í 66. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 3. mgr.
og 4. mgr. 54. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi.“ 


                       b. (3. mgr. 19. gr. - ný málsgrein)

Ný málsgrein, 3. mgr., bætist í 19. gr. sem orðist svo: „Varamenn skulu kosnir
sérstaklega. Við kjörið skal beita sömu kosningaaðferð, sbr. 2. mgr., og beitt
er við kjör aðalmanna. Sá varamaður sem hefur flest atkvæði á bak við sig telst
vera fyrsti varamaður, sá er næstflest atkvæði hefur telst vera annar varamaður
og sá þriðji í röðinni telst vera þriðji varamaður. Þegar aðalmaður forfallast
eða hverfur úr stjórn skulu varamenn taka sæti í aðalstjórn í sömu röð og
sætistala þeirra segir til um. Ef einungis þrír menn bjóða sig fram til setu í
varastjórn og þeir eru sammála um í hvaða röð þeir skulu skipa stjórnina, skal
litið svo á að sjálfkjörið sé í varastjórn og röð varamanna verði sú sem þeir
eru sammála um.“ 3. og 4. mgr. verða hér eftir 4. og 5. mgr. 


                                   c. (28. gr.)

28. gr. orðist svo: „Ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995 og ákvæði laga nr.
56/2010 um vátryggingastarfsemi gilda um önnur atriði en þau sem fjallað er um
í samþykktum þessum, eftir því sem við á.“ 



3.   Þóknun til stjórnar fyrir starfsárið 2011:

„Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf., haldinn 17. mars 2011, samþykkir að
þóknun stjórnarmanna verði með eftirfarandi hætti: Þóknun formanns verði
500.000 krónur á mánuði og annarra stjórnarmanna 350.000 krónur. Varamanni skal
greidd eingreiðsla 350.000 krónur í upphafi starfsárs og að auki 100.000 krónur
fyrir hvern fund sem hann situr.“ 

4.   Endurskoðendur félagsins.

Samþykkt var tillaga um að endurskoðunarfélagið KPMG endurskoðun hf. yrði
endurskoðandi félagsins starfsárin 2011 til 2015. 

Stjórn félagsins.

Í aðalstjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru kjörin:

Eva Bryndís Helgadóttir, kt. 190572-3909,

Júlíus Þorfinnsson, kt. 061165-4449, og

Steinn Logi Björnsson, kt. 010959-5869.

Í varastjórn voru kjörin:

Eiríkur Elís Þorláksson, kt. 040376-4379, 1. varamaður,

Anna Skúladóttir, kt. 180648-4379, 2. varamaður, og

Bryndís Hrafnkelsdóttir, kt. 070864-7899, 3. varamaður.



Að aðalfundi loknum kom nýkjörin stjórn saman til fundar og skipti með sér
verkum. Eva Bryndís Helgadóttir var kjörin formaður stjórnar, Júlíus
Þorfinnsson varaformaður og Steinn Logi Björnsson meðstjórnandi.