2009-06-22 16:23:59 CEST

2009-06-22 16:24:59 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Askar Capital hf. - Hluthafafundir

- Aðalfundur Askar Capital árið 2008


Í tilkynningu Askar Capital til Nasdaq OMX þann 15. maí sl. kom fram að allir
óveðtryggðir lánveitendur móðurfélags Askar hefðu samþykkt tillögur félagsins
um fjárhagslega endurskipulagningu. Þessir kröfuhafar hafa nú tekið yfir
félagið. Stærsti hluthafi félagsins er Glitnir Banki hf. með 53,3% hlut en
næststærsti hluthafi er Saga Capital hf. með 18,1% hlut. Tíu aðrir hluthafar
eiga samtals 28,6% hlut í félaginu. Hlutafé fyrri hluthafa hefur verið fært
niður að fullu en Moderna Finance AB átti 80,8% á móti 19,2% hlut 15 annarra
hluthafa. 

Aðalfundur Askar Capital var haldinn þann 19. júní sl. Á fundinum var
ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 samþykktur og ný stjórn kjörin. Í
aðalstjórn félagsins tóku sæti: 

Eiríkur Jóhannsson frkvstj.,  

Gestur Jónsson hrl.,  

Heimir Haraldsson lögg. endurskoðandi,  

Ragnar Halldór Hall hrl. og 

Þórólfur Jónsson hdl.

Eigið fé Askar Capital samstæðunnar að loknum þessum breytingum er um átta
milljarðar króna og eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki um
19%. 

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, forstjóri, í síma 665 8859.