2017-10-09 17:55:51 CEST

2017-10-09 17:55:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Flöggun

Fjarskipti hf. : Fjarskipti hf. (Vodafone) og Samkeppniseftirlitið undirrita sátt vegna samruna Vodafone og 365 miðla


Þann 14. mars 2017 undirrituðu Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. samning um kaup
Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða
útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Samningurinn var gerður með
fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar undirritunar
kaupsamnings var Samkeppniseftirlitinu send formlega samrunatilkynning og hefur
málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins staðið síðan. Nú hefur málinu verið lokið með
sátt milli Fjarskipta og Samkeppniseftirlitsins. Í sáttinni felst að
Samkeppniseftirlitið samþykkir samrunann með skilyrðum. Samhliða hefur
Samkeppniseftirlitið gert sátt við 365 miðla að því er varðar eignatengsl á
fjölmiðlamarkaði sem af samrunanum leiðir.

Af sáttinni leiðir að Fjarskiptum er nú heimilt að taka við fjölmiðlarekstri
365 miðla (að undanskildu Fréttablaðinu og Glamour). Nú taka við aðrir
hefðbundir fyrirvarar í kaupsamningi af þessum toga. Aðilar munu nýta næstu
vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir
fyrirvarar verði uppfylltir og afhending geti farið fram þann 1. desember 2017.

Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á
starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu
mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að
fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði.

Að öðru leyti er markmið með sáttinni og meginefni skilyrðanna eftirfarandi:

 a. Að neytendur njóti eðlilegrar hlutdeildar í þeim ábata sem samrunanum er
    ætlað að ná fram, m.a. í verði á þjónustu.
 b. Að bæta kjör og aðgang að dreifikerfum Fjarskipta fyrir sjónvarp og með því
    móti efla samkeppnisstöðu smærri innlendra sjónvarpsstöðva sem verða í
    samkeppni við ljósvakamiðla Fjarskipta. Er þessu einnig ætlað að efla
    fjölræði og fjölbreytni.
 c. Að auðvelda minni fjarskiptafyrirtækjum, sem uppfylla tiltekin skilyrði, að
    veita Fjarskiptum og Símanum hf. samkeppnislegt aðhald og vinna þar með gegn
    þeirri takmörkun sem að mati Samkeppniseftirlitsins fellst í brotthvarfi
    365 miðla hf. sem sjálfstæðs keppinautar. Til að ná þessu markmiði skal
    þessum fjarskiptafyrirtækjum bjóðast að endurselja mikilvægar sjónvarpsrásir
    Fjarskipta, auk þess að fá aðgang að IP TV kerfi félagsins. Með þessu er
    minni fjarskiptafyrirtækjum gefinn kostur á að bjóða upp á vöndla af
    fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu og með því auka samkeppni með árangursríkum
    hætti.
 d. Við undirritun sáttarinnar liggja fyrir samningar við Hringdu ehf. um
    endursölu á mikilvægum sjónvarpsrásum og endursöluaðgang að IP TV kerfi
    Fjarskipta, en slík samningsgerð var mikilvæg forsenda fyrir samþykki
    samrunans af hálfu Samkeppniseftirlitins.

Þá er í sáttinni mælt fyrir um með hvaða hætti starfsemi nýs Ljósvakasviðs, auk
smásölu og heildsölu Fjarskipta skuli háttað og lúta þau skilyrði m.a. að því að
tryggja trúnað, jafnræði og hlutlægni.

Sjá nánar í fylgiskjali:


[]


Fréttatilkynning.pdf