2009-11-30 19:25:53 CET

2009-11-30 19:26:53 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Ríkisútvarpið - Ársreikningur

- Ársreikningur 1.9.2008-31.8.2009


Halli á rekstri RÚV rekstrarárið 1. september 2008 til 31. ágúst 2009 var 271
milljón króna og batnaði afkoma félagsins um 465 milljónir króna frá árinu á
undan. Tap ársins má að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna
verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar. Fyrstu sex mánuði
rekstrarársins var hallinn 365 milljónir króna en seinni hluti ársins skilaði
94 milljón króna hagnaði. Þessi umskipti skýrast af umfangsmiklum
sparnaðaraðgerðum, sem gripið var til í upphafi rekstrarársins, og skila um 700
milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. 

Eigið fé RÚV er nú 515 milljónir króna.

Þrátt fyrir jákvæða rekstrarafkomu RÚV á síðustu misserum eru blikur á lofti. Í
því frumvarpi til fjárlaga sem nú er til meðferðar á Alþingi er gert ráð fyrir
10% niðurskurði á tekjum RÚV af almannaþjónustu. Þetta kemur til viðbótar þeim
samdrætti sem orðið hefur á auglýsingamarkaði. 


Ársreikningurinn er nú gerður í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Við innleiðinguna var fylgt fyrirmælum IFRS 1 um
innleiðingu IFRS í fyrsta skipti. Opnunarefnahagsreikningur við innleiðinguna
miðast við 1. september 2007. Samanburðartölum vegna síðasta rekstrarárs hefur
verið breytt til samræmis við IFRS. Innleiðing IFRS hefur þau áhrif að bókfært
eigið fé 31. ágúst 2008 lækkar um 39,7 milljónir króna. Afkoma reikningsársins
1. september 2007 - 31. ágúst 2008 breytist óverulega eða um 3,0 milljónir
króna til lækkunar á tapi ársins. Við innleiðingu IFRS breytast
reikningsskilaaðferðir félagsins. Þar munar mest um breytta meðferð
fastafjármuna og afskrifta þeirra, auk þess sem skýringar eru ítarlegri en
verið hefur.