2011-09-23 10:37:07 CEST

2011-09-23 10:38:08 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Ársreikningur

Árshlutauppgjör Kópavogsbæjar janúar - júní 2011


Meðfylgjandi er óendurskoðað og ókannað uppgjör Kópavogsbæjar fyrir fyrstu sex
mánuði ársins 2011. Uppgjörið er gert í samræmi við lög og reglugerðir en þó
þannig að ekki eru samdar sérstakar skýringar með árshlutauppgjörinu aðrar en
eru í meðfylgjandi greinargerð.  Uppgjörið er notað innanhúss til að athuga
hvernig rekstrarkostnaður hefur þróast og myndar það grunn að útkomuspá ársins
2011 og fjárhagsáætlun ársins 2012. 

Aðal frávikið frá áætlun ársins 2011 liggur í fjármagnsliðum. Er þar aðallega
um að ræða reiknað gengistap vegna erlendra lána  (um 780 m.kr.), en í 
áætlunum bæjarins er ekki áætlað fyrir gengisbreytingum. Þá urðu reiknaðar
verðbætur meiri en áætlað var á fyrri árshelmingi, eða um 690 m.kr. hærri.
Samkvæmt uppgjörinu eru heildartekjur heldur hærri en áætlað hafði verið sem og
rekstrarkostnaður. Laun eru hærri en áætlað var, m.a. vegna kjarasamninga sem
ekki var sérstaklega áætlað fyrir. 

Afkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði, breytingu lífeyrisskuldbindinga og
afskriftir, nemur alls 1.809 m.kr. en í áætlun var gert ráð fyrir 1.554 m.kr.
Rekstrarniðurstaða er hinsvegar -1.161,9 m.kr. en áætlað var að hún yrði 242,4
m.kr á miðju ári. 

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu og með hliðsjón af samfélagslegum
skyldum bæjarfélagsins, einkum þegar hart er í ári, hefur almennur rekstur
bæjarsjóðs í stórum dráttum verið í takti við áætlun, sem unnin var í lok
síðasta árs. 



Nánari upplýsingar veitir:
Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar,
í síma: 696 066