2008-01-15 08:57:47 CET

2008-01-15 08:57:47 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
FL GROUP hf. - Fyrirtækjafréttir

FL Group semur við Saga Capital og Glitni banka um viðskiptavakt


FL Group hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka og Glitni banka um að
annast viðskiptavakt með hlutabréf í FL Group fyrir eigin reikning félaganna. 
Samningur við aðila felur í sér að sett verða fram daglega kaup- og sölutilboð
í hlutabréf FL Group í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfunum og
verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.  Tilboðin eru sett fram í
viðskiptakerfi OMX á Íslandi, áður en markaður er opnaður og skulu ekki gilda
lengur en innan dagsins. 


Skilmálar viðskiptavakasamninganna eru eftirfarandi:

Aðilar skuldbinda sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf
FL Group að lágmarki kr. 500 þúsund að nafnverði, hvor fyrir sig, á verði sem
ákveðið er í hvert skipti. 

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,0% og frávik frá
síðasta viðskiptaverði ekki meira en 2,0%. 

Hámarksfjárhæð heildarviðskipta hvors aðila fyrir sig skal vera kr. 200
milljónir að markaðsvirði dag hvern. 



Saga Capital og Glitnir banki munu hefja viðskiptavaktina þann 15. janúar 2008.





Frekari upplýsingar veitir:

Halldór Kristmannsson
Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs 
Sími: 591 4400 / 669 4476
Póstfang: halldor@flgroup.is 


Um FL Group
FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið,
FIG, Private Equity og Capital Markets.  FIG hefur umsjón með
áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.  Private Equity
heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að
fjárfestingarstefnu félagsins.  Capital Markets svið félagsins hefur umsjón með
markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu-
og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins. 

Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í
Lundúnum. FL Group fjárfestir í félögum um allan heim en leggur sérstaka
áherslu á fjárfestingar í Evrópu. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í
Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins. 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.