2008-01-31 09:44:41 CET

2008-01-31 09:44:41 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Bakkavör Group hf. - Fyrirtækjafréttir

- Bakkavör Group kaupir kínverskan grænmetisframleiðanda


Reykjavík, 31. janúar 2008. Bakkavör Group hefur keypt kínverska
matvælafyrirtækið Yantai Longshun Foods, sem sérhæfir sig í framleiðslu á
grænmeti og ávöxtum. Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupin voru fjármögnuð með
láni frá Mizuho Corporate Bank Limited. 

Með kaupunum á Longshun Foods gefst Bakkavör Group tækifæri til að styðja enn
frekar við vöxt viðskiptavina félagsins í Kína, breikka vöruúrval sitt, auk
þess sem félagið öðlast greiðari aðgang að fersku hágæðahráefni. Longshun Foods
var stofnað árið 2001 og er staðsett í Lai Yang City, um 120 km frá Quingdao.
Yfir 240 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. 

Longshun Foods verður hluti af Bakkavör Group frá kaupdegi en kaupin munu hafa
óveruleg áhrif á afkomu félagsins. 


Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Sími: 550 9700

Hildur Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Sími: 550 9706

Ásdís Ýr Pétursdóttir, fjárfestatengsl
Sími: 858 9715
Netfang: investor.relations@bakkavor.com


Um Bakkavör Group 

Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í
framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur nú 57 verksmiðjur
og er með um 20 þúsund starfsmenn í níu löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í
Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (www.icex.is -
auðkenni BAKK). 

Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið
verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á
ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í
Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 4.700 vörutegundir í 17
vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum stórmarkaðanna.
Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið með
starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína,
Bandaríkjunum og á Íslandi. 

Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com