2011-05-24 19:30:00 CEST

2011-05-24 19:30:05 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sandgerðisbær - Ársreikningur

Ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2010


Sandgerðisbær - Lykiltölur árið 2010:  sjá viðhengi



Á 307. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þann 24. maí 2011 fer fram fyrri
umræða um ársreikning Sandgerðisbæjar fyrir árið 2010. Þann 1. júní 2011 fer
seinni umræðan fram. 

Ársreikningur Sandgerðisbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og
auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. 

Starfsemi Sandgerðisbæjar er skipt í tvo hluta. Annars vegar A hluta sem er
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og hins
vegar B hluta sem eru fyrirtæki að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins
og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2010 námu 1.190,7 millj. kr. en á árinu
2009 urðu þær 1.165,0  millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta.
Fyrir A hluta námu rekstrartekjur árið 2010 1.035,2 millj. kr. en 1.045,0
millj. kr. fyrir árið 2009. Álagningarhlutfall útsvars var 12,7% en lögbundið
hámark þess er 13,28%. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B
hluta, var neikvæð um 64,1 millj. kr., en í A hluta neikvæð um 63,1 millj. kr.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 1.159,9 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta 1.884,2 millj. kr. 

Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta eru fastafjármunir á árinu 2010,
4.849 millj. kr. og eignir eru samtals 6.575 millj.kr. Skuldir og
skuldbindingar eru samtals 5.415 millj.kr. að meðtöldum leiguskuldbindingum sem
nema 2.542 millj.kr. Skuldir við lánastofnanir eru í árslok 2010 1.935 millj.
kr. Handbært fé í árslok var 1.576 millj.kr. 

Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 700,2 millj. kr. Fjöldi
starfsmanna var 152 á árinu í 126 stöðugilum. Skatttekjur sveitafélagsins voru
541 þús. kr. á hvern íbúa. 

Á árinu 2010 voru helstu framkvæmdir þær að byggt var við Miðhús, félagsmiðstöð
aldraðra, og áfram unnið við gatnagerð og sjóvarnir. 

Eignarhaldsfélagið Fasteign keypti af Sandgerðisbæ nýbyggingu grunnskólans á
árinu 2010 og á þá allar byggingar grunnskólans, íþróttahúsið og Samkomuhúsið.