2014-03-05 19:38:20 CET

2014-03-05 19:39:23 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Helstu niðurstöður Aðalfundar Marel


Aðalfundur Marel var haldinn í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ 5. mars. Allar
tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða. 

Ávarp stjórnarformanns

Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel talaði um þá kraftmiklu
hvata sem eru undirliggjandi í rekstrarumhverfi Marel í erindi sínu.
Fólksfjölgun, þéttbýlisvæðing og sjálfbærni eru meðal þeirra alþjóðlegu hvata
sem munu í framtíðinni drífa áfram hagvöxt sem og framþróun og framgang í þeim
iðnaði sem Marel starfar í. Ásthildur talaði fyrir þeirri tillögu stjórnar að
greiða ekki arð fyrir árið 2013. “Í ljósi rekstrarniðurstöðu síðasta árs sem
endurspeglaði ekki fulla getu félagsins og þeirri staðreynd að nú hefur verið
hleypt af stokkunum áætluninni, simpler, smarter, faster leggur stjórn Marel
til að enginn arður verði greiddur í ár. Að lokum þakkaði Ásthildur hluthöfum
og starfsmönnum Marel fyrir sitt framlag til félagsins. “Með okkar sterku
liðsheld, framsæknum vörum og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti erum við í
einstakri stöðu til að auka virði hluthafa,”. 

Ávarp forstjóra

“Rekstrarhagnaður var 43 milljónir evra og tekjurnar voru 662 milljónir evra.
Þessi niðurstaða er hvorki í samræmi við markmið né getu félagsins”, sagði Árni
Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í erindi sínu á aðalfundi Marel. Þá talaði
Árni um áætlunina, simpler, smarter, faster sem nú hefur verið hleypt af
stokkunum með það að markmiði að einfalda skipulag félagsins og auka enn frekar
þjónustu við viðskiptavini. Nú þegar hafa mörg skref í áttina að þessu markmiði
verið tekin. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa til að mynda orðið breytingar
í skipulagi Marel í kjötiðnaði, skerpt hefur verið á áherslum og vöruframboð
þrengt í frystadeild félagsins, langtímafjármögnun félagsins hefur verið
framlengd og þá hefur starfsfólki verið fækkað um 75, þar af um 25
millistjórnendur. 

Ársreikningur samþykktur

Fundurinn samþykkti samhljóða ársreikning og skýrslu stjórnar og forstjóra
fyrir árið 2013. Heildartekjur Marel á árinu námu 662 milljónum evra og
hagnaður eftir skatta nam 20,6 milljónum evra. 

Ástvaldur Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson koma nýir inn í stjórn Marel

Ástvaldur Jóhannsson and Ólafur Guðmundsson koma nýir inn í stjórn Marel. Aðrir
kjörnir í stjórn eru Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdottir, Ann
Elizabeth Savage, Helgi Magnússon og Margrét Jónsdottir. 

Ný stjórn Marel hefur komið saman og skipt með sér verkum. Ásthildur Margrét
Otharsdóttir verður áfram stjórnarformaður og Arnar Þór Másson er varaformaður
stjórnarinnar.