2019-06-18 17:03:25 CEST

2019-06-18 17:03:49 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skeljungur hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Skeljungur hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 24. viku 2019, keypti félagið 12.770.332 eigin hluti fyrir 104.525.167 kr. eins og hér segir:

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr)
11.6.201909:41:02  3.192.583 8,15  26.019.551 
12.6.201909:42:19  3.192.583 8,15  26.019.551 
13.6.201909:32:43  3.192.583 8,22  26.243.032 
14.6.201909:38:43  3.192.583 8,22  26.243.032 
Samtals   12.770.332     104.525.167 

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins, sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 7. júní 2019. Kaupin eru liður í að uppfylla arðgreiðslustefnu félagsins, þ.e. að greiða árlega til hluthafa 30-50% af hagnaði í formi arðgreiðslu eða endurkaupa á hlutum.

Skeljungur hefur nú keypt samtals 15.962.915 hluti í félaginu skv. áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 130.704.348 sem samsvarar 26,14% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Skeljungur átti áður en fyrrnefnd áætlun hófst 99.504.521 hluti eða um 4,62% af heildarhlutafé félagsins. Skeljungur á nú samtals 115.467.436 hluti, eða 5,37% af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni má heildarkaupverð ekki vera hærra en kr. 500.000.000, með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess mega mest eiga 10% hlutafjár þess. Endurkaupaáætlunin verður í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, fjarfestar@skeljungur.is, 840-3071.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/