2016-03-16 10:14:05 CET

2016-03-16 10:14:05 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

CORRECTION: REITIR: Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Í tilkynningu um framkvæmd endurkaupaáætlunar var ranglega tiltekið að 494.636
hlutir væru meðalvelta febrúarmánaðar 2016, en um er að ræða fjórðung af
meðalveltu febrúarmánaðar 2016. Hér á eftir fer því leiðrétt tilkynning: 

Stjórn Reita hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar félagsins þann 15. mars
2016 tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og
er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er að kaupa
allt að 16,7 milljónir hluta sem jafngildir 2,30% af útgefnu hlutafé, þó þannig
að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.500 milljónir kr. Framkvæmd
áætlunarinnar hefst á morgun, 16. mars 2016, og mun áætlunin vera í gildi til
aðalfundar ársins 2017. 

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu
viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi NASDAQ
OMX á Íslandi hf., hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er
494.636 hlutir sem var fjórðungur meðalveltu febrúarmánaðar 2016. 

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arctica Finance hf. sem tekur allar
viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð
félaginu. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða
tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara
fram. 

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660
3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.