2016-02-12 10:31:07 CET

2016-02-12 10:31:07 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Ársreikningur

Hagnaður TM árið 2015 nam 2,8 milljörðum króna.


Á stjórnarfundi þann 12. febrúar 2016 samþykkti stjórn og forstjóri TM
ársreikning félagsins fyrir árið 2015. 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Hagnaður ársins var meiri en gert var ráð fyrir og er allur til kominn vegna
fjárfestingastarfsemi. Miklar sveiflur einkenndu reksturinn á árinu. Samsett
hlutfall í vátryggingastarfsemi var 103% fyrir árið í heild og hafði þá lækkað
úr 126% frá fyrsta fjórðungi. Afkoma af fjárfestingum var á sama tíma langt
umfram áætlanir og jukust fjárfestingatekjur um 55% milli ára. Þessi sviðsmynd
er ekki ný af nálinni þar sem skarpri aukningu í tjónakostnaði á
hagvaxtarskeiði fylgja oft á tíðum miklar hækkanir á fjárfestingaeignum.“ 



Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs og ársins 2015 voru eftirfarandi:

                           4F      4F     ∆    ∆%     2015    2014       ∆    ∆%
                         2015    2014                                           
Eigin iðgjöld           3.203   2.841   362   13%   12.635  11.305   1.330   12%
Fjárfestingatekjur      1.287     896   391   44%    4.061   2.615   1.446   55%
Aðrar tekjur               15      52   -37  -70%       44      82     -38  -46%
Heildartekjur           4.506   3.789   717   19%   16.741  14.002   2.739   20%
Eigin tjón             -2.723  -2.416  -307   13%  -10.318  -8.654  -1.664   19%
Rekstrarkostnaður        -807    -712   -95   13%   -3.099  -2.873    -226    8%
Fjármagnsgjöld            -21     -12    -9   70%     -158     -58    -100  170%
Virðisrýrnun útlána        56      37    19   52%        1       1       0    0%
Heildargjöld           -3.495  -3.103  -392   13%   13.573  11.585   1.988   17%
Hagnaður fyrir          1.011     685   326   48%    3.167   2.417     750   31%
 tekjuskatt                                                                     
Tekjuskattur             -160    -152    -8    5%     -340    -342       2   -1%
Hagnaður                  851     533   318   60%    2.827   2.074     753   36%

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Aukinn tjónakostnaður hefur minnst áhrif á iðgjöld tryggra og tjónlausra
viðskiptavina. 

Viðbrögð við auknum tjónakostnaði hafa í megin atriðum falið í sér endurskoðun
afslátta af grunniðgjaldaskrám til viðskiptavina. Afslættir í stærstu greinunum
eins og ökutækjatryggingum höfðu farið hækkandi á árunum 2010-2013, þegar
tjónatíðni lækkaði samhliða minni umferð og slaka í hagkerfinu. Endurskoðun á
afsláttakjörum er gerð með það að markmiði að iðgjöld tryggra og tjónlausra
viðskiptavina verði fyrir minnstum áhrifum. Gripið var til skipulagsbreytinga á
síðari hluta ársins til að auka enn á fagleg vinnubrögð í áhættumati og
verðlagningu og standa vonir til að þær muni skila þeim árangri að
langtímamarkmið félagsins um samsett hlutfall undir 95%, verði að veruleika
innan tveggja ára. 

Ávöxtun fjáfestingaeigna rúm 15% á ársgrundvelli.

Fjárfestingatekjur námu rúmlega 4 milljörðum þar sem gengismunur hlutabréfa og
sérhæfðra fjárfestinga skiptir mestu en ávöxtun af þeim var um og yfir 30%.
Ávöxtun skuldabréfa var rúm 6% sem var nokkuð undir viðmiði og skýrist af
samsetningu eignasafnsins þar sem óverðtryggð skuldabréf vógu þyngra en
verðtryggð sem hækkuðu meira á árinu og vegna þess að líftími
skuldabréfasafnsins er frekar stuttur. Um 240 milljón króna neikvæð ávöxtun var
af erlendum eignum félagsins vegna styrkingar krónunnar gagnvart helstu
viðskiptamyntum. Vegna góðrar afkomu fjárfestinga er arðsemi félagsins á árinu
2015 vel viðunandi eða 24% sem er umfram markmið félagsins um að ávöxtun eigin
fjár skuli vera yfir 15% á ársgrundvelli. 



Lykiltölur fjórða ársfjórðungs og ársins 2015 voru eftirfarandi:



                          4F 2015  4F 2014     ∆   ∆%   2015   2014     ∆     ∆%
Hagnaður á hlut (kr.)        1,17     0,72  0,45  63%   3,84   2,75  1,09    40%
Arðsemi eigin fjár (m.v.      31%      16%               24%    15%             
 12m)                                                                           
Eiginfjárhlutfall             38%      45%               38%    45%             
Handbært fé frá rekstri                                2.559  2.283   276    12%
Vátryggingastarfssemi                                                           
Tjónshlutfall                 85%      85%               82%    77%             
Kostnaðarhlutfall             22%      23%               22%    22%             
Samsett hlutfall             107%     108%              103%    99%             
Hagnaður/tap                 -359     -215  -144  67%     -1    291  -292  -100%
Framlegð                     -218     -215    -3   1%   -416    117  -533  -456%
Fjárfestingar                                                                   
Ávöxtun fjáreigna            4,9%     3,4%             15,4%  10,3%             
Hagnaður/tap                  851      533   318  60%  2.827  2.074   753    36%



Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Tillaga gerð um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu.

Stjórn TM hefur sett fram skýr markmið um áhættuvilja með vikmörkum sem
auðveldar stýringu á heildaráhættu félagsins. Markmið um gjaldþolshlutfall
samkvæmt áhættuviljanum er 150% og vikmörkin eru 140% til 170%.
Arðgreiðslutillaga ársins 2016 byggir á þessum markmiðum og leggur stjórn TM
til 1.500 m.kr. arðgreiðslu á árinu 2016. Að auki leggur stjórn til að allt að
1.500 m.kr. verði varið til kaupa á eigin bréfum. Endanleg fjárhæð
endurkaupanna mun ráðast af möguleikum félagsins við að finna hagkvæmustu
fjármagnsskipan. Ítarleg endurkaupaáætlun verður lögð fyrir á aðalfundi
félagsins sem haldinn verður 17.mars næstkomandi. 

Áætlaður hagnaður ársins 2016 er 2,4 milljarðar króna fyrir tekjuskatt

                1F2016  2F2016  3F2016  4F2016   Á 2016     2015       ∆      ∆%
Eigin iðgjöld    3.314   3.427   3.526   3.394   13.662   12.635    1027      8%
Fjárfestingate     517     772     513     772    2.574    4.061  -1.487    -37%
kjur                                                                            
Aðrar tekjur        11       9       9       8       37       44      -7    -16%
Heildartekjur    3.842   4.207   4.048   4.174   16.272   16.741    -466     -3%
Eigin tjón      -2.809  -2.518  -2.457  -2.547  -10.331  -10.318     -13      0%
Rekstrarkostna    -889    -855    -766    -796   -3.306   -3.099    -207      7%
ður                                                                             
Fjármagnsgjöld     -50     -70     -65     -43     -227     -158     -69     44%
Virðisrýrnun        -3      -3      -3      -3      -12        1     -13  -1300%
 útlána                                                                         
Heildargjöld    -3.750  -3.446  -3.291  -3.389  -13.877  -13.573    -304      2%
Hagnaður fyrir      92     761     757     785    2.395    3.167    -772    -24%
 tekjuskatt                                                                     

Fjárhæðir eru í milljónum króna.



Lykiltölur ársins 2016 eru áætlaðar eftirfarandi:



Vátryggingastarfssemi  1F2016  2F2016  3F2016  4F2016  Á 2016   2015
Tjónshlutfall             85%     73%     70%     75%     76%    82%
Kostnaðarhlutfall         24%     22%     19%     21%     21%    22%
Samsett hlutfall         108%     96%     89%     96%     97%   103%
Hagnaður/tap             -127     375     518     330   1.097   -1,4
Framlegð                 -274     150     387     141     404   -416
Fjárfestingar                                                       
Ávöxtun fjáreigna*       2,0%    3,0%    2,0%    2,9%    9,9%  15,4%
Arðsemi eigin fjár*        3%     31%     29%     28%     20%    24%



*Í forsendum við útreining er gert ráð fyrir 1.500 m. kr. arðgreiðslu og
endurkaupum á eigin bréfum upp á 300 m. kr. á 1F 2016. Áætluð arðsemi eigin
fjár á árinu 2016 er fyrir skatta. 



Standard & Poor's staðfestir hækkun á fjárhagslegum styrkleika TM.

Þann 9. febrúar síðastliðinn staðfesti matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P)
fjárhagslega styrkleikaeinkunn TM BBB með stöðugum horfum. Matseinkunn TM er
einu stigi lægri en S&P hefur veitt langtímaskuldbindingum íslenska ríkisins.
TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá S&P, eitt íslenskra
tryggingafélaga. Matið veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á
erlenda markaði og er því mikilvægur liður í að viðhalda vaxtarmöguleikum
félagsins. 

Kynningarfundur kl. 15:30 í dag.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og
á árinu 2015 þann 12. febrúar kl. 15:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM
að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og
svarar spurningum. 

Ársreikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins
www.tm.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf
kynningarfundar. Fylgjast má með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni:
https://global.gotomeeting.com/join/984839949 

Aðalfundur 17. mars 2016.

Aðalfundur TM árið 2016 verður haldinn þann 17. mars næstkomandi kl. 16:00 á
Hilton Hótel Nordica sal I. 



Fjárhagsdagatal 2016

1. ársfjórðungur: 4. maí 2016
2. ársfjórðungur: 24. ágúst 2016
3. ársfjórðungur: 27. október 2016
4. ársfjórðungur: 23. febrúar 2017



Nánari upplýsingar.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

s: 515-2609

sigurður@tm.is