2016-11-02 10:27:08 CET

2016-11-02 10:27:08 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Fyrirtækjafréttir

Hagar hf. endurnýja samning um viðskiptavakt með hlutabréf fyrirtækisins.


Hagar hf. hafa endurnýjað samning við Íslandsbanka um viðskiptavakt á
hlutabréfum útgefnum af Högum hf. sem skráð eru á Nasdaq OMX Iceland.  Eldri
samningur er frá 2011.  Tilgangur þessa samnings er að efla viðskipti með
hlutabréf félagsins í Nasdaq OMX Iceland („Kauphöllin“) í því skyni að
seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun
hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. 

Samningurinn kveður á um að Íslandsbanki skuli dag hvern leggja fram kaup- og
sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. 

Fjárhæð kaup- og sölutilboða, að nafnvirði, skal vera að lágmarki í samræmi við
töflu A þar sem gengi félagsins á markaði stýrir fjárhæð tilboða. 

TAFLA A

Gengi        Nafnverð 
----------------------
     1 - 25  1.000.000
----------------------
  25,1 - 35    800.000
----------------------
  35,1 - 45    600.000
----------------------
  45,1 - 50    500.000
----------------------
  50,1 - 65    400.000
----------------------
  65,1 - 85    300.000
----------------------
 85,1 - 125    200.000
----------------------
125,1 - 165    150.000
----------------------
165,1 - 250    100.000
----------------------

 Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna
eftir að þeim er tekið að fullu. Íslandsbanki tryggir að verðbil milli kaup- og
sölutilboða sem sett eru fram í viðskiptavakt nemi að hámarki 1,5% og að frávik
þeirra frá síðasta viðskiptaverði sama dags sé ekki meira en 3%. Samningurinn
er ótímabundinn og er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.