2011-05-31 10:45:26 CEST

2011-05-31 10:46:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Spölur ehf. - Ársreikningur

Árshlutauppgjör 1. október 2010 til 31. mars 2011


• Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir rekstarárið 1. október 2010 til 31.
mars 2011 nam kr. 37,1 m.kr. en tap á tímabilinu 1. október 2009 til 31. mars
2010 nam 40,6 m.kr. Hagnaður Spalar ehf eftir skatta á öðrum ársfjórðungi
félagsins sem er 1. janúar 2011 til 31. mars 2011 nam 22,4 m.kr. Á sama tíma
árið á undan nam hagnaður félagsins 13,5 m.kr. 

• Greiðsluflæðið gefur hins vegar betri mynd af gangi félagsins þar sem
verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka
lánstímans, þ.e. 2018. Greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið
sterk. Í lok september 2010 voru 575 m.kr (2009: 570) greiddar í afborganir og
vexti á rekstrarárinu og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 30.
september 2010 eins og lánasamningar gera ráð fyrir. 

• Veggjald nam 375 m.kr. fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 356 m.kr.
árið áður sem er 5,3% hækkun. 

• Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 145
m.kr. og lækkar um tæpar 2 m.kr frá árinu áður þegar hann nam 147 m.kr. 

• Afskriftir á tímabilinu námu samtals 59 m.kr. Samanborið við 57 m.kr. frá
árinu áður. 

• Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur lækka á milli tímabila um 90 m. kr.

• Skuldir Spalar ehf hækka úr 4.230 m.kr. þann 30. september 2010 í 4.368 m.kr.
þann 31. mars 2011. 

• Á árinu 2010 veitti Ársreikningaskrá Speli ehf heimild til að breyta
reikningsári sínu á þann hátt að árslok hvers uppgjörsárs miðast nú við 31.
desember ár hvert í stað 30. september eins og verið hefur. Vegna þessara
breytinga mun reikningsár Spalar ehf á árinu 2011 ná yfir 15 mánaða tímabil eða
frá 1. október 2010 fram til 31. desember 2011. 

• Spölur ehf er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

Um uppgjörið

Gylfi Þórðarson, framkæmdastjóri Spalar, segir að umferð og tekjur séu að mestu
leyti í samræmi við áætlanir þessa fyrstu 6 mánuði rekstrarársins. Talsverður
samdráttur hefur orðið í umferð og þar með tekjum undanfarna 3 mánuði miðað við
áætlanir og síðasta ár. Nokkuð ljóst er að núverandi rekstrarár verður lakara
en áætlanir gerðu ráð fyrir að öllu óbreyttu. 

Sjá viðhengi.