2012-04-24 16:05:59 CEST

2012-04-24 16:06:57 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - Fyrsti ársfjórðungur 2012


GÓÐUR SÖLUVÖXTUR

Sala  - Söluvöxtur var góður eða  5%, mælt í staðbundinni mynt. Heildarsalan nam
100 milljónum   Bandaríkjadala   samanborið   við  97 milljónir  dala  á  fyrsta
ársfjórðungi  2011. Öll landsvæði og vörumarkaðir sýndu  vöxt. Sala á spelkum og
stuðningsvörum  var hæg með 2% söluvöxt, mælt  í staðbundinni mynt. Söluvöxtur í
stoðtækjum var góður eða 7%, mælt í staðbundinni mynt.

Arðsemi - Hagnaður nam 10 milljónum dala eða 10% af sölu, sem er aukning um 22%
samanborið  við fyrsta ársfjórðung  2011. EBITDA nam 18 milljónum Bandaríkjadala
eða 18% af sölu og framlegð nam 62 milljónum dala eða 62% af sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Söluvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var góður og í takt við áætlun okkar fyrir
árið í heild. Eins og á undanförnum ársfjórðungum þá uxu öll landsvæði og
vörumarkaðir, þar sem Evrópa sýndi sérstaklega góðan árangur. Einn stærsti
áfangi okkar á síðasta ári var kynningin á SYMBIONIC LEG, enn einni viðbótinni
við Bionic vörulínuna okkar. Varan hefur fengið mjög góðar viðtökur á fyrsta
ársfjórðungi og höfum við fengið góð viðbrögð frá notendum."

Vörur -  Nýsköpun er einn af lykilþáttunum í vexti félagsins. Á fjórðungnum voru
átta  nýjar  vörur  og  vörunýjungar  kynntar.  Á  meðal þeirra var ný útgáfa af
Proprio  Foot sem býður upp  á breiðara úrval af  stærðum og er einnig með hærri
þyngdartakmörk, sem stækkar þann hóp sem getur nýtt sér þessa mikilvægu vöru.

Áætlun  2012 - Fyrri  áætlun fyrir  árið 2012 er  óbreytt. Stjórnendur  gera ráð
fyrir  innri söluvexti  á bilinu  4-6%, mælt í  staðbundinni mynt, og að EBITDA,
leiðrétt  fyrir einskiptistekjum  og -kostnaði,  verði á  bilinu 20-21% af veltu
fyrir árið í heild.


Símafundur á morgun, miðvikudaginn 25. apríl, kl. 10:00

Á  morgun,  miðvikudaginn  25. apríl,  verður  haldinn  símafundur þar sem farið
verður  yfir niðurstöður ársfjórðungsins. Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT / 12:00
CET.   Á fundinum  munu þeir  Jón Sigurðsson,  forstjóri, og Hjörleifur Pálsson,
fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á
ensku   og   verður   hægt   að   fylgjast   með   honum  á  netinu  á  slóðinni
www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660

Nánari upplýsingar:

 Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

 Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

 Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044



Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors


[HUG#1605502]