2015-02-18 17:46:38 CET

2015-02-18 17:47:05 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. :Besti fjórði ársfjórðungur frá upphafi - 29% hagnaðaraukning á árinu


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir rekstrarárið 2014 var samþykktur af
stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. febrúar 2015.
Endurskoðendur félagsins hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann
fyrirvaralausri áritun. Ársreikningurinn verður lagður fyrir aðalfund félagsins
til staðfestingar þann 19. mars nk.

  * Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 273 m.kr., sem er 36%
    aukning á milli tímabila.
  * Hagnaður ársins eftir skatta jókst um 29% á milli ára og nam 1.094 m.kr.
  * EBITDA hagnaður ársfjórðungsins jókst um 4% á milli ára og nam 763 m.kr.
  * EBITDA hagnaður ársins jókst um 3%. Góð EBITDA niðurstaða skýrist einkum af
    markvissum kostnaðaraðgerðum og góðri tekjustýringu.
  * Framlegð jókst um 1% á ársfjórðungnum - 6% aukning á árinu.
  * Kostnaðarverð lækkaði um 2% á ársfjórðungnum - 4% lækkun yfir árið í heild.
  * Rekstrarkostnaður fjórðungsins var 5% lægri en á sama tímabili 2013.
  * Rekstrarkostnaður á árinu jókst um 3% - öðru fremur vegna
    einskiptiskostnaðar við forstjóraskipti og innri kostnaðar við styrkingu
    innviða.
  * Eiginfjárhlutfall félagsins var 54,7% í árslok 2014.




Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Það  er ánægjulegt að loka  árinu 2014 með góðu uppgjöri,  með hagnaði í fyrsta
sinn  vel yfir milljarð, eða aukningu um 29% milli ára. Hagnaður ársfjórðungsins
eykst  einnig um  36% á milli  ára sem  er ekki  síður jákvætt  í ljósi  þess að
samanburðurinn er við sögulega sterkan fjórða fjórðung árið 2013.  Árið 2014 var
um  margt sérstakt. Fyrri hlutinn einkenndist  af mikilli innri vinnu í tengslum
við  innviði  og  öryggismál  félagsins  en  seinni hlutinn af sókn á fjölmörgum
sviðum á sama tíma og ágætur árangur náðist á kostnaðarhliðinni.

Mikil  uppbygging átti sér  stað á kerfum  félagsins á árinu,  ekki síst á sviði
farsíma  og sjónvarpsdreifingar en  þrátt fyrir það  er félagið að skila frjálsu
fjárflæði  upp  á  1.293 m.kr.  Efnahagsreikningur  félagsins var mjög sterkur í
árslok  með  eiginfjárhlutfallið  54,7% og  hreinar  vaxtaberandi skuldir á móti
EBITDA hagnaði 1,5.

Uppbygging 3G og 4G háhraðaþjónustusvæðis félagsins hélt áfram af krafti um allt
land.  Viðamikil uppbygging  stafræns dreifikerfis  RÚV var  á áætlun  og nánast
lokið  undir lok  árs. Kerfið  nær nú  til 99,9% þjóðarinnar,  en með  því býðst
fjölmörgum  um allt land stóraukin sjónvarpsþjónusta.  Við höfum lagt lokahönd á
nýja  stefnu fyrir  félagið og  á sama  tíma hafa  fjölmörg mikilvæg skref verið
stigin  á sviði nýjunga í þjónustu og  vöruframboði, s.s. kynning RED varanna og
M2M-lausna   (e.   Machine-to-Machine)  fyrir  fyrirtæki.  Fleiri  nýjungar  eru
framundan,  ekki síst  á sviði  frekari uppbyggingar sjónvarpsþjónustu félagsins
þar  sem markmið okkar er skýrt; að  taka forystu í sjónvarpsþjónustu á Íslandi.
Nýja árið leggst því vel í okkur hjá Vodafone."


[HUG#1895550]