2015-02-18 17:49:23 CET

2015-02-18 17:49:31 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. : Samkeppniseftirlitið heimilar stofnun samrekstrarfélags í eigu Vodafone og Nova


Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt beiðni Vodafone og Nova um veitingu
undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga á grundvelli 15. gr. sömu laga að tilteknum
skilyrðum uppfylltum. Var ritað undir sátt þess efnis af forsvarsmönnum
félaganna og Samkeppniseftirlitsins fyrr í dag.

Í undanþágunni felst að Vodafone og Nova er heimilt að stofna samrekstrarfélag
um rekstur á dreifikerfi félaganna. Engin breyting yrði á samkeppni félaganna á
fjarskiptamarkaði, þar sem samreksturinn myndi einungis varða sameiginlegt
eignarhald dreifikerfisins.

Póst- og fjarskiptastofnun hafði áður veitt Vodafone og Nova heimild til að
samnýta tíðniheimildir félaganna fyrir veitingu 2G, 3G og 4G þjónustu, sbr.
fyrri tilkynningu Fjarskipta hf., dags. 2. júlí 2014.


Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone:"Það er jákvætt að heimild Samkeppniseftirlitsins liggi fyrir. Okkur gefst nú
færi á að stíga næsta skref í undirbúningi samrekstrarfélags um rekstur
dreifikerfa félaganna. Rekstur slíkra samrekstrarfélaga hefur gefið góða raun í
löndum í kringum okkur, á borð við Danmörku, Svíþjóð og Bretland, og því ekki
ástæða til að ætla annað en að það sama eigi við hér."



Nánari upplýsingar verða veittar eftir því sem málinu vindur fram.


[HUG#1895542]