2012-08-30 16:19:25 CEST

2012-08-30 16:20:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skipti hf. - Ársreikningur

Afkoma Skipta hf. á fyrri hluta árs 2012


Tap nam 2.562 milljónum króna


  -- Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 2,6 milljörðum króna sem skýrist einkum af
     fjármagnskostnaði og virðisrýrnun. Tap á sama tímabili árið 2011 var 1,9
     milljarðar króna.
  -- Sala jókst um 4% og nam 14,1 milljörðum króna samanborið við 13,5 milljarða
     á sama tímabili árið áður.
  -- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,4
     milljörðum króna samanborið við 3,5 milljarða fyrir sama tímabil 2011.
     EBITDA hlutfall var 23,6%.
  -- EBITDA nam 3,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 3,1
     milljarða fyrir sama tímabil 2011, sem er 23% aukning, ef leiðrétt er fyrir
     einskiptiskostnað. Þar er um að ræða sekt Samkeppniseftirlits sem á rætur
     sínar að rekja til ársins 2001 en kom til greiðslu í maí og hefur verið
     áfrýjað og tekjufærslu 2011 vegna dómssáttar.
  -- Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 3,0 milljörðum króna
     samanborið við 1,4 milljarð á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og
     skatta nam handbært fé frá rekstri 1,9 milljarði króna.
  -- Fjármagnskostnaður nam 2,9 milljörðum króna en þar af námu verðbætur 0,8
     milljörðum króna.
  -- Vaxtaberandi skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir)
     námu 55 milljörðum króna við lok tímabilsins en voru 53 milljarðar í
     upphafi árs og hafa því hækkað um 2 milljarða króna.
  -- Eigið fé Skipta er 9,0 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall er 12%.





Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.:"Það er ánægjulegt að stjórnendum og starfsfólki hefur tekist að bæta
undirliggjandi rekstur Skipta og dótturfélaga verulega frá því sem var fyrir
ári og skýrist betri afkoma einkum af umtalsverðum hagræðingaraðgerðum og
skipulagsbreytingum. Afkoma Skiptasamstæðunnar er þó óviðunandi einkum vegna
alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem af því leiðir. Betri
undirliggjandi rekstur er þó forsenda fyrir því að hægt sé að tryggja félaginu
eðlilega fjármagnsskipan til framtíðar. Undirbúningur að endurfjármögnun er
hafinn og kemur í ljós á næstu mánuðum og misserum hvernig til tekst. Þrátt
fyrir fjárhagsstöðuna hafa Skipti haldið áfram að fjárfesta í framtíðinni og
hefur félagið hafið mikla sókn í uppbyggingu Ljósnets sem mun ná til 75%
heimila á landinu strax í lok árs 2013 og þar með tryggja sess Íslands sem eins
þróaðasta lands í Evrópu hvað háhraðtengingar áhrærir. Við munum því samhliða
endurfjármögunarferlinu halda áfram að bæta grunnreksturinn og styrkja stoðir
fjarskipta á Íslandi."





Helstu niðurstöður í rekstri fyrstu sex mánuði ársins 2012



Reikningsskilaaðferðir

Reikningsskilaaðferðir eru þær sömu og beitt var við gerð ársreiknings 31.
desember 2011. Stjórn Skipta hf. hefur samþykkt árshlutareikninginn fyrir
fyrstu sex mánuði ársins 2012. 



Rekstur

Salan á fyrri helmingi árs 2012 nam 14.079 m.kr. samanborið við 13.486 m.kr. á
sama tímabili árið áður, sem er 4,4% aukning. 

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 3.371 m.kr. miðað
við 3.519 m.kr. á sama tímabili árið áður. EBITDA hlutfallið er nú 23,6%
samanborið við 25,6% á sama tímabili árið áður. 



Að frádregnum einskiptisáhrifum þá var EBITDA 3.811 m.kr.samanborið við 3.086
m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra, sem er 23,5% aukning. Einskiptiskostnaður nú
stafar af sekt samkeppniseftirlitsins en fyrir ári síðan var gerð sátt vegna
gerðardóms sem hafði jákvæð áhrif á EBITDA. EBITDA hutfall án einskiptisáhrifa
var 26,7% á fyrri helmingi þessa árs en var 22,5% fyrir sama tímabil 2011. 

Rekstrahagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT), án virðisrýrnunar, nam
1.521 m.kr. samanborið við 1.689 m.kr. á sama tímabili árið áður. 

Afskriftir félagsins námu 3.162 m.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við
2.070 m.kr. fyrir sama tímabil 2011. Gjaldfærsla vegna virðisrýrnunar eigna nam
1.312 m.kr. á tímabilinu. 

Tap samstæðunnar eftir skatta nam 2.562 m.kr. samanborið við 1.914 m.kr. tap á
sama tímabili 2011. Tapið nú skýrist einkum af fjármagnskostnaði og
virðisrýrnun. 

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.956 m.kr. yfir tímabilið. Á
sama tímabili í fyrra var handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 1.395
m.kr. 

Fjárfestingar samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 1.403
m.kr. á tímabilinu en námu 1.328 m.kr. fyrir sama tímabil 2011. 



Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar námu 77.747 m.kr. 30. júní 2012 og lækkuðu eignir um
tæp 2% á tímabilinu eða um 1.621 m.kr. 

Eigið fé félagsins nam 9.042 m.kr. í lok fyrri árshelmings 2012 og
eiginfjárhlutfall var 11,6%. 



Nánari upplýsingar um uppgjörið veitir:

Steinn Logi Björnsson, forstjóri, sími 896-4290.