2011-01-28 12:36:21 CET

2011-01-28 12:37:22 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Lánsfjáráætlun Reykjavíkurborgar



Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 kemur fram að
Reykjavíkurborg áætlar lántökur að fjárhæð 6.300 mkr vegna framkvæmda. Stærð
skuldabréfaflokksins RVK 09 1 er 9.330 mkr að nafnverði. 

Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 27 janúar eftirfarandi tillögu að
útgáfuáætlun vegna stækkunar skuldabréfaflokksins RVK 09 1 á árinu 2011. 

Borgarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra á grundvelli samþykktar
borgarstjórnar frá 30. nóvember 2010 um að taka allt að 1.000 milljóna króna
lán í janúar 2011 með stækkun á verðtryggðum skuldabréfaflokki
Reykjavíkurborgar RVK 09 1 ef ásættanleg kjör eru í boði. Þá er lagt til að
borgarráð staðfesti útgáfuáætlun fyrir skuldabréfaflokk Reykjavíkurborgar RVK
09 1 á fyrri hluta árs 2011 sem taki mið af eftirfarandi vikum eða
viðmiðunardagsetningum (í sviga): Febrúar: vika 8 (23.2.2011), mars: vika 12
(23.3.2011), apríl: vika 15 (15.4.2011), maí: vika 21 (25.5.2011) og júní: vika
24 (16.6.2011). Lántaka í hvert sinn nemi allt að 1.000 milljónum króna, enda
sé á því þörf og ásættanleg kjör í boði. 

Samþykkt, enda komi einstakar lántökur fyrir borgarráð til staðfestingar.


         Nánari upplýsingar gefur:
         Birgir Björn Sigurjónsson
         Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
         Sími: 411-1111