2013-01-24 13:38:21 CET

2013-01-24 13:39:21 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Skipti - Fjárhagsleg endurskipulagning að hefjast - Nýir stjórnarmenn.


Eins og fram hefur komið í fyrri tilkynningum Skipta hf.  hefur undirbúningur
að endurfjármögnun félagsins staðið yfir undanfarin misseri. Stjórn Skipta hf.
hefur ákveðið að hefja fjárhagslega endurskipulagningu. Leitað verður samstarfs
við lánardrottna félagsins við það verkefni og standa vonir til þess að
tillögur liggi fyrir á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þessa árs. Líklegt er að
tillögurnar muni fela í sér að óskað verði eftir því við eigendur skráðra
skuldabréfa að þeir fallist á skilmálabreytingar á bréfunum og/eða breytingu
skulda í hlutafé. 

Skipti hafa á síðustu tveimur árum unnið á grundvelli þriggja ára áætlunar sem
miðar að því að bæta rekstur félagsins og þar með auka virði þess. Sú áætlun
hefur gengið eftir og afkoma félagsins hefur batnað verulega.
Bráðabirgðauppgjör ársins 2012 liggur fyrir. Samkvæmt því verður
rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) Skipta hf. um 8
milljarðar króna á árinu, án einskiptisliða, samanborið við 6.230 milljónir
króna árið 2011 og 5.278 milljónir króna árið 2010. 

Þrír nýir stjórnarmenn hafa verið kjörnir í stjórn Skipta hf. Benedikt
Sveinsson, Heiðrún Jónsdóttir og Helgi Magnússon. Auk þeirra er stjórn skipuð
Dagnýju Halldórsdóttur og Magnúsi Sch. Thorsteinsson forstjóra Klakka ehf.
Benedikt er nýr formaður stjórnar og Heiðrún varaformaður.  Úr stjórn ganga
Skúli Valberg Ólafsson, Jóhanna Waagfjörð og Jón Örn Guðmundsson. Klakki ehf.
er eigandi 100% hlutafjár Skipta hf. 



Frekari upplýsingar veita:

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.
Sími 550-6003.

Pétur Þ. Óskarsson
Framkvæmdastjóri Stjórnunar- og samskiptasviðs Símans, farsími: 863-6075