2013-07-29 10:43:43 CEST

2013-07-29 10:44:44 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Hluthafafundir

Hluthafafundur í Tryggingamiðstöðinni 20. ágúst 2013


Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kt. 660269-2079, boðar til hluthafafundar
sem haldinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2,
Reykjavík, í sal I á 2. hæð, þriðjudaginn 20. ágúst 2013 og hefst kl. 16.00. 



Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

1.  Tillaga um breytingar á 12., 13., 14., 15., 16. og 19. gr. samþykkta
félagsins.  Í tillögunni felast einkum breytingar eða nánari fyrirmæli um: 

      a.  fresti til að tilkynna dagsetningu aðalfundar og boðun hluthafafunda
(12. og 13. gr.), 

      b.  bréflegar atkvæðagreiðslur (14. gr.),

      c.  fresti fyrir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á
hluthafafundi og fresti til að birta 
          dagskrá hluthafafundar og þær tillögur  og ályktanir sem fyrirhugað
er að leggja fyrir 
          fundinn (15. gr.),

      d.  framboð til stjórnar, svo sem framboðsfrest og tilkynningu um framboð
(16. gr.), og 

      e.  skipan stjórnar þannig að þess sé gætt að eigi færri en tveir af
hvoru kyni sitji í stjórn 
           félagsins og heildarfjöldi aðalmanna og varamanna af hvoru kyni sé
jafn (19. gr.). 



2.  Kjör nýrrar stjórnar í samræmi við samþykktir félagsins að teknu tilliti
til þeirra breytinga sem á þeim kunna að verða gerðar, sbr. lið 1.e hér að
framan. 



3.  Lögð fram tillaga um heimild stjórnar til kaupa á hlutum í félaginu á næstu
fimm árum þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum
fullnægðum, allt að 10% af hlutafé þess.  Endurgjald fyrir keypta hluti skal
miðast við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður. 



4.  Önnur mál löglega upp borin.



Sérhver hluthafi á rétt til að fá mál tekið til meðferðar á fundinum, ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á skrifstofu
félagsins, Síðumúla 24, Reykjavík, með nægilegum fyrirvara til að setja megi
málið á dagskrá, en endanleg dagskrá fundarins skal liggja fyrir eigi síðar en
viku fyrir fundinn. 



Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. 
Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð sem einnig skal vera
dagsett.  Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. 
Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan
atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en
fimm dögum fyrir fundinn.  Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu
félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til og með mánudeginum
19. ágúst 2013, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað
sendum atkvæðaseðlum. 



Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm
dögum fyrir hluthafafundinn.  Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda,
kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf,
menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, svo og hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en
10% í félaginu. 



Fundarboðíð, tillögur sem lagðar verða fyrir hluthafafundinn og aðrar
nauðsynlegar upplýsingar varðandi fundinn má finna á vefsíðu félagsins
(www.tm.is/fjarfestar).  Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar á vefsíðunni
viku fyrir fundinn og verða gögnin þá einnig hluthöfum aðgengileg á skrifstofu
félagsins.  Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða aðgengilegar með sama
hætti upplýsingar um framboð til stjórnar. 



Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri
klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent.