2011-11-22 18:00:49 CET

2011-11-22 18:01:51 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Akureyrarbær - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012


Jákvæð rekstrarafkoma

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 var lögð fram í bæjarstjórn
Akureyrar í dag. Rekstarafkoma A- og B hluta er áætluð jákvæð um 68,3 milljónir
króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. 

Heildartekjur Akureyrarbæjar munu nema 16.863 millj.. kr. og
heildarrekstrargjöld 15.223 millj. kr. samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
 Fjármagnskostnaður mun nema 1.469 millj. kr. og rekstarniðurstaða verður
jákvæð um rúmar 68 millj. kr. 

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi samstæðunnar mun veltufé frá rekstri nema
2.071 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 2.052. millj.kr.
Fjárfestingarhreyfingar nema samtals 2.060. millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar
munu nema samtals 330,8 millj.kr. Afborgun langtímalána er áætlað að nemi
1.182,2 millj.kr. Ný langtímalán eru áætluð 1.600 millj.kr. Handbært fé
sveitarfélagsins í árslok er áætlað að nemi 2.022 millj.kr. 

Heildarlaunagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum hjá samstæðunni eru áætlaðar 
8.936,5 millj.kr. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við
rekstrartekjur þess, eru áætluð 53,0%. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður
29,9% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins ásamt jöfnunarsjóði eru
áætlaðar 519 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 930 þús.kr. á hvern íbúa.
Árið 2011 eru skatttekjurnar ásamt jöfnunarsjóði áætlaðar 479 þús.kr. á hvern
íbúa og heildartekjurnar 875 þús.kr. 

Áætlað er að eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi 31.12. 2012 verði
bókfærðar á 37.179 millj.kr., þar af eru veltufjármunir 3.660 millj.kr. Skuldir
sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nemi samkvæmt efnahagsreikningi
23.389 millj.kr., þar af eru skammtímaskuldir 6.607 millj.kr. Áætlað er að
heildareignir á hvern íbúa muni nema 2.051 þús. kr. og heildarskuldir 1.220
þús. kr. Veltufjárhlutfallið er áætlað 0,55 í árslok, en er áætlað 0,98 í árlok
2011. Bókfært eigið fé er áætlað að nemi 13.790 millj.kr í árslok 2012.
Eiginfjárhlutfall í árslok er áætlað að nemi 37%. 

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um fjárhagsáætlun á tveimur fundum í
sveitarstjórn og verður hún til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar í dag, 22.
nóvember, og við síðari umræðu þann 6. desember nk. 

Meðfylgjandi í pdf-skjali er frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir
árið 2012, samstæðan ásamt öllum fyrirtækjum bæjarins sem undir áætlunina
falla. Auk fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2011. 


         Nánari upplýsingar veitir Dan Brynjarsson, fjármálastjóri, í síma 460
1000.