2016-05-31 10:55:15 CEST

2016-05-31 10:55:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Samkomulag milli Kópavogsbæjar, Smárabyggðar og Regins hf., um uppbyggingu Smárabyggðar.


Undirritað hefur verið þríhliða samkomulag milli Kópavogsbæjar, Smárabyggðar
ehf. og Regins hf, fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. 
Samkomulagið nær til áætlunar um undirbúning og uppbyggingu svæðisins sunnan
Smáralindar. 

Deiliskipulag svæðisins hefur verið samþykkt  af skipulagsyfirvöldum og tekur
endanlega gildi eftir auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Það er áformað að á
skipulagssvæðinu verði byggðar rúmlega 500 íbúðir og um 13.000 m2 fyrir
atvinnuhúsnæði (verslun og þjónustu). Áætlað heildar byggingarmagn er um 84.000
m2 auk bílakjallara. 

Markmið samkomulagsins er:

  -- Að styrkja svæðið sem öflugt, vistvænt og eftirsóknarvert íbúðar- og
     verslunarsvæði í miðju höfuðborgarsvæðisins og að nýta núverandi innviði
     bæjarfélagsins betur.
  -- Að gera áætlun um áfangaskiptingu uppbyggingar þannig að henni verði lokið
     innan 8 ára.

Aðkoma Regins hf. er með þeim hætti að félagið er eigandi um 35% af
byggingarétti verkefnisins í gegnum dótturfélag sitt,  Eignarhaldsfélagið
Smáralind ehf. 

Það er mat félagsins að uppbygging á Smárabyggðarsvæðinu verði mikil lyftistöng
fyrir svæðið í heild, bæði þegar horft er til núverandi og væntanlegra íbúa sem
og fyrir verslun og þjónustu á svæðinu. 

Eins og fram kom á uppgjörs kynningu Regins fyrir fyrsta ársfjórðung 2015
http://www.reginn.is/fjarfestavefur/uppgjor/2015/ , þá eru verðmæti í
byggingarrétti svæðisins talið geta gefið félaginuverulegar tekjur á næstu 7
árum. Þar var áætlað verðmæti byggingaréttarum 1 ma. kr. Félagið telur það
varlega metið. 

Aðkoma Regins að verkefninu hefur ekki fjárhagsleg áhrif á rekstrarafkomu
félagsins að öðru leyti en því að eignarhlutur félagsins hefur ekki verið
færður til bókar á reikningum þess þar sem óvissa hefur verið um verkefnið. Með
undirritun samkomulagsins hefur sú óvissa minnkað verulega. 



Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262