2013-08-22 17:34:12 CEST

2013-08-22 17:35:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Ársreikningur

Lánasjóður sveitarfélaga - Árshlutauppgjör


Afkoma og efnahagur

Hagnaður tímabilsins var í samræmi við væntingar sjóðsins og nam 420 m.kr.
samanborið við 430 m.kr. á sama tímabili árið 2012.  Lækkun hagnaðar milli ára
má að miklu leyti rekja til styrkingar krónunnar framan af árinu samanborið við
sama tímabil 2012. 

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og
fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á tímabilinu námu
7.311 m.kr. samanborið við 3.765 m.kr. á sama tímabili í fyrra. 

Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um eigið fé fjármálafyrirtækja er 64%
og er óbreytt frá áramótum. 

Framtíðarhorfur

Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem stefnt
hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin
með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé
á hagstæðum kjörum. 

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.