|
|||
![]() |
|||
2025-02-06 16:59:25 CET 2025-02-06 16:59:38 CET REGULATED INFORMATION Sjóvá-Almennar tryggingar hf - ÁrsreikningurSjóvá - Ársuppgjör 2024Helstu niðurstöður úr ársuppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. fyrir árið 2024 4.241 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 96,2% á árinu 2024 Fjórði ársfjórðungur 2024
Árið 2024 og horfur fyrir árið 2025
Hermann Björnsson, forstjóri: Afkoma ársins 2024 af vátryggingasamningum fyrir skatta nam 1.283 m.kr. og samsett hlutfall var 96,2%. Tekjuvöxtur nam 7,4% sem var í takt við áætlanir en minni en síðustu ár en hafa verður í huga að markaðshlutdeild hefur aukist mikið undanfarin ár með heilbrigðum vexti. Áfram verður lögð áhersla á arðbæran og ábyrgan tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu en vöxtur er gjarnan afleiðing þess eins og hefur verið í tilfelli okkar. Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 3.435 m.kr. og var ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu 9,4% á árinu. Það er í samræmi við væntingar okkar í upphafi árs en er ánægjulegt í ljósi erfiðra eignamarkaða langt framan af ári bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Markaðir tóku við sér á haustmánuðum með lækkandi verðbólgu og væntingum um að vaxtalækkunarferli gæti hafist sem svo varð raunin. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu fyrir utan óskráð hlutabréf þar sem stærsta einstaka breytingin var á virði eignarhlutar í Controlant sem var færður niður um 77% á árinu eða um 675 m.kr. Afkoma á fjórða ársfjórðungi var afar góð en hún nam 2.812 m.kr. Afkoma af vátryggingasamningum var 313 m.kr. og samsett hlutfall var 96,3%. Afkoma af vátryggingarekstri var í takt við væntingar en ber þess merki að tíðarfar var eins og við er að búast á þessum tíma árs. Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var mjög góð á fjórðungnum og nam 2.679 m.kr. og var ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu 5,4%. Horfur fyrir árið 2025 Horfur fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði á bilinu 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93 - 95%. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni. Þá má ætla að áhrif áfallinna vaxta (vöxtunar) vátryggingaskuldar verði neikvæð um 1.500 m.kr. miðað við óbreytt vaxtastig og stærð vátryggingaskuldarinnar. Við gerð áætlunar er stuðst við ýmis opinber gögn, t.d. spár um þróun vísitalna, hagvöxt og áætlaðan ferðamannafjölda. Þá er litið til tjónaþróunar undanfarinna ára auk þess sem áætlað er fyrir tveimur til þremur stórtjónum á árinu. Tillaga stjórnar um arð Fjármálaeftirlitið hefur veitt félaginu heimild til endurkaupa á eigin bréfum á árinu 2025 sem byggir á heimild aðalfundar Sjóvár 7. mars sl. Endurkaup munu sem fyrr taka mið af gjaldþolsviðmiðum stjórnar. Kynningarfundur 6. febrúar kl. 16:15 Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 6. febrúar kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður eignastýringar kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2024/. Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum. Fjárhagsdagatal Nánari upplýsingar Í samræmi við lög birtir Sjóvá ársreikning á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði (e. European Single Electronic Format eða ESEF) og má finna gildandi útgáfu í meðfylgjandi .zip skrá. Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
![]() |
|||
|