2015-04-26 14:49:25 CEST

2015-04-26 14:50:26 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

Framboð til stjórnar Reita fasteignafélags hf. á aðalfundi 30. apríl 2015 og krafa um margfeldiskosningu.


Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn þann 30. apríl 2015 kl.
14.00 á Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2. 

Framboðsfrestur til stjórnar Reita fasteignafélags hf. rann út þann 25. apríl
síðastliðinn. 

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:

Elín Árnadóttir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Finnur Sveinbjörnsson
Gunnar Þór Gíslason
Martha Eiríksdóttir
Thomas Möller
Þórarinn V. Þórarinsson

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a laga um
hlutafélög nr. 2/1995. 
Ekki liggja fyrir framboð til varastjórnar félagsins enda verður lögð fram
tillaga á aðalfundi um að framvegis verði ekki varamenn í stjórn félagsins. 

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í viðhengi.

Krafa um margfeldiskosningu:

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur borist krafa frá hluthöfum um að beitt
verði margfeldiskosningu til kosningar stjórnar félagsins sem fram fer á
aðalfundi félagsins þann 30. apríl næstkomandi. Umrædd krafa barst stjórn
félagsins innan tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða
meiru en 1/10 hlutafjár í félaginu. Margfeldiskosningu verður því beitt við
stjórnarkjörið. 

Samkvæmt c. lið 6. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 fer
margfeldiskosning þannig fram að kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers
atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má
hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum,
sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á
atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal
þeim skipt að jöfnu. 

Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. samþykkta Reita fasteignafélags hf. skal tryggja að
kynjahlutföll innan stjórnar séu sem jöfnust og að hlutfall hvors kyns sé ekki
lægra en 40%. Við stjórnarkjör skulu tveir efstu frambjóðendur af hvoru kyni,
sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir auk þess frambjóðanda sem flest
atkvæði fær af þeim frambjóðendum sem eftir standa. 

Reykjavík, 26. apríl 2015,
Stjórn Reita fasteignafélags hf.