2024-06-18 11:17:01 CEST

2024-06-18 11:17:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Varðandi bruna í Kringlunni


Á laugardaginn kviknaði eldur í þaki austurhluta Kringlunnar. Hugur Reita er með verslunareigendum og er áherslan nú á að vinna hratt með þeim að viðgerðum svo verslanirnar geti opnað aftur sem allra fyrst. Áhrif brunans eru hvað mest á afmörkuðu svæði í Kringlunni sem spannar um 10 af um 150 rekstrareiningum í húsinu. Reitir fasteignafélag er vel tryggt og hefur samstarf við Sjóvá vegna brunans verið gott. Staðan verður að fullu metin með tryggingafélaginu á næstu dögum en ekki er fyrirsjáanlegt að bruninn hafi áhrif á afkomuhorfur Reita vegna ársins 2024.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í netfanginu gudni@reitir.is eða í síma 575 9000 og 624 0000.


Um Reiti fasteignafélag

Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun ásamt rekstri og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis. Vöxtur Reita byggir á þróun og fjárfestingu í borgarinnviðum sem styðja við sjálfbært samfélag.

Innan eignasafns Reita eru um 460 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis sem hýsir fjölbreytta atvinnustarfsemi og ríkisstofnanir. Gagnkvæmur ávinningur Reita, samstarfsaðila og samfélags er lykilþáttur í starfsemi Reita.  Fyrirtækið er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.