2013-05-29 18:40:13 CEST

2013-05-29 18:40:52 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Uppgjör Vodafone á 1. ársfjórðungi 2013


Afkoma lítillega undir væntingum stjórnenda

  * Framlegð tímabilsins nam 1.286 m.kr. og lækkaði um 2,9% milli ára.
  * EBITDA nam 539 m.kr. og lækkaði um 22,6% milli ára, aðallega vegna lægri
    tekna af farsímaþjónustu og breyttra uppgjörsaðferða.
  * Mikill vöxtur í gagnaflutningstekjum.
  * Samdráttur í einkaneyslu birtist í minni fjarskiptanotkun einstaklinga.
  * Brugðist við auknum kostnaði og breytingar boðaðar á verðskrá


Ómar Svavarsson, forstjóri:"Afkoman á tímabilinu skýrist í megindráttum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi
hafði samdráttur í einkaneyslu neikvæð áhrif á fjarskiptanotkun einstaklinga og
í annan stað höfðu breytingar á uppgjörsaðferðum neikvæð áhrif á afkomu
fjórðungsins, þar sem kostnaður færðist milli tímabila. Þriðji áhrifaþátturinn
var aukinn rekstrarkostnaður, sem hækkaði nokkuð milli ára. Við erum ósátt við
þá niðurstöðu og höfum þegar hafist handa við að vinda ofan af því. Þá eru
ráðgerðar breytingar á verðskrá, sem munu taka gildi 1. júlí nk.

Annars er sérlega ánægjulegt hve gagnaflutningstekjur hækka mikið milli ára og
að sjónvarpstekjur haldi áfram að aukast. Þá hefur bæði notkun og sala
snjalltækja aukist verulega, en með nýjum áskriftarleiðum fyrir farsíma höfum
við komið til móts við breytta notkun og styrkt samkeppnisstöðu Vodafone. Góðar
fréttir felast einnig í nýjum dreifisamningi við Ríkisútvarpið, sem ekki aðeins
hefur jákvæð áhrif á rekstur félagsins heldur felst í honum mikilvæg
viðurkenning á tæknilegri getu og samfélagslegu mikilvægi Vodafone.

Þá væntum við þess að samdráttur í einkaneyslu sé tímabundinn og fögnum fréttum
um að Væntingarvísitala Gallup hafi í byrjun maí verið hærri en undanfarin fimm
ár. Áform stjórnvalda um breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja senda líka
jákvæð skilaboð inn í atvinnulífið."


Frekari upplýsingar:
Grétar Már Axelsson tekur á móti fyrirspurnum á netfanginu
fjarfestatengsl@vodafone.is eða í síma 6699720.


[HUG#1705641]