2014-12-08 18:53:51 CET

2014-12-08 18:54:51 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Lánshæfi Orkuveitunnar styrkist að mati Moody‘s


Reykjavík, 2014-12-08 18:53 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Lánshæfisfyrirtækið Moody‘s
hefur breytt horfum í mati þess á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur úr stöðugum í
jákvæðar. Jafnframt segir Moody‘s í mati sínu að sá árangur sem náðst hefur í
að styrkja fjárhagsstöðu Orkuveitunnar auki líkur á að lánshæfiseinkunn verði
hækkuð. Orkuveitan er áfram með einkunnina B1. 

Helsti rökstuðningur Moody‘s fyrir einkunnagjöfinni er staðfesta stjórnenda
Orkuveitunnar við framgang Plansins, þar sem öllum markmiðum hafi verið náð og
gott betur; tekjur hafi aukist, kostnaður lækkað og sala eigna skilað tilsettum
tekjum. 

Áfram glímir Orkuveitan við gengisáhættu en í tilkynningu Moody‘s er
sérstaklega vikið að því að greiðslugeta Orkuveitu Reykjavíkur hafi styrkst með
öflugri sjóðstýringu og áhættuvarnarsamningum. 

Tilkynning Moody‘s er í viðhengi á ensku.