2009-03-23 16:26:22 CET

2009-03-23 16:27:22 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icebank - Fyrirtækjafréttir

Sparisjóðabanka Íslands hf. veitt heimild til greiðslustöðvunar


Sparisjóðabanki Íslands hf. hefur verið veitt heimild til greiðslustöðvunar í
12 vikur samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp fyrr í
dag. Var beiðni um greiðslustöðvun lögð fram af stjórn Sparisjóðabankans í
kjölfar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 21. mars sl. þar sem FME lagði
fyrir stjórn bankans að leita heimildar til greiðslustöðvunar fyrir bankann. 

Þá hefur stjórn bankans ráðið Tómas Jónsson, hrl., til að gegna starfi
aðstoðarmanns bankans meðan á greiðslustöðvun stendur. Með heimild til
greiðslustöðvunar fær stjórn og stjórnendur bankans svigrúm til að leita áfram
lausna á fjárhagslegri endurskipulagningu bankans.