2010-10-25 20:48:29 CEST

2010-10-25 20:49:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Uppgjör Össurar - þriðji ársfjórðungur 2010


                                     Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 20/2010
                                                      Reykjavík, 25.október 2010


GÓÐUR ÁRANGUR

Sala  - Söluvöxtur á þriðja ársfjórðungi  var 7% mælt í staðbundinni mynt. Salan
nam  alls 87 milljónum  Bandaríkjadala samanborið  við 84 milljón  dala á þriðja
ársfjórðungi  í fyrra.  Góð Söluaukning  var á  spelkum og stuðningsvörum eða um
12%, mælt   í   staðbundinni  mynt.  Sala  á  stoðtækjum  jókst  um  3%, mælt  í
staðbundinni mynt.

Arðsemi  -  EBITDA  framlegð  nam  19 milljónum  Bandaríkjadala eða 22% af sölu.
Framlegð  nam  54 milljónum  dala  eða  62% af  sölu.  Framlegð er áfram stöðug.
Hagnaður  á tímabilinu nam 4 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 5 milljónir
dala á sama tímabili í fyrra. Neikvæð gengisáhrif á fjármagnsliði höfðu töluverð
áhrif á hagnað.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Sala  á spelkum og stuðningsvörum heldur áfram  að vera góð og þá sérstaklega í
Bandaríkjunum. Mikið af nýjum vörum hefur komið út á árinu og við erum ánægð með
að  nýjar spelkur og stuðningsvörur hafa  jákvæð áhrif á söluvöxt á fjórðungnum.
Meðal  nýrra vara sem  voru kynntar á  fjórðungnum er PROPRIO  FOOT sem er önnur
varan  í  Bionic  vörulínu  Össurar.  Bionic  vörulínan  hefur  skapað spennu og
eftirvæntingu  á markaðnum og  erum við  staðföst  í að þróa  þessa vörulínu enn
frekar."

Helstu áfangar á fjórðungnum:

  * PROPRIO - Á fjórðungnum var gerviökklinn Proprio settur á markað. Proprio er
    önnur varan í Bionic vörulínunni sem er kynnt á markaðinum. Proprio er
    fyrsta vara sinnar tegundar og því þarf Össur að ryðja veginn og undirbúa
    markaðinn. Sala á Proprio á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs mun ekki
    hafa veruleg áhrif á heildarsölu félagsins.
  * Spelkur og stuðningsvörur - Söluvöxtur á spelkum og stuðningsvörum hefur
    verið yfir markaðsvexti. Jákvæð merki um vöxt í Bandaríkjunum staðfesta að
    aukin fjárfesting í sölukerfi í Bandaríkjunum er að skila sér. Nýjar spelkur
    og stuðningsvörur, eins og Miami Lumbar og Rebound Walker, hefur verið vel
    tekið og hafa jákvæð áhrif á vöxt.


Áætlun  - Stjórnendur gera ráð fyrir að söluaukning verði í takt við upprunalegu
áætlun  félagsins,  sem  gerir  ráð  fyrir  4-6% innri  vexti  á  árinu,  mælt í
staðbundinni  mynt.  Nú  er  gert  ráð  fyrir  5-7% innri  EBITDA  vexti, mælt í
staðbundinni mynt.

Símafundur þriðjudaginn 26. október kl. 10:00

Á  morgun  þriðjudaginn 26. október, verður  haldinn símafundur fyrir fjárfesta,
hluthafa  og  aðra  markaðsaðila  þar  sem  farið  verður  yfir  niðurstöður 3.
ársfjórðungs  2010. Fundurinn  hefst  kl.  10:00 GMT  /  12:00 CET / 6:00 EST. Á
fundinum   munu   þeir   Jón   Sigurðsson,  forstjóri,  og  Hjörleifur  Pálsson,
fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á
ensku   og   verður   hægt   að   fylgast   með   honum   á  netinu  á  slóðinni
www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660

Nánari upplýsingar:



Jón Sigurðsson, forstjóri                   sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri          sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill    sími: 664-1044


Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors



[HUG#1455122]