2017-08-24 17:05:08 CEST

2017-08-24 17:05:08 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Nýtt skipurit Sjóvár


Breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Sjóvár þannig að framkvæmdastjórar verða nú þrír og hefur þeim fækkað um tvo frá því í vor. Er þetta liður í því að einfalda og straumlínulaga stjórnskipulagið enn frekar. Þeir þrír framkvæmdastjórar sem fyrir eru takast á hendur ný verkefni eða bæta við sig frá því sem áður var. Auður Daníelsdóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri tjónasviðs og þar áður sem framkvæmdastjóri mannauðs og rekstrar mun nú taka við sem framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafarsviðs. Elín Þórunn Eiríksdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri þriggja sviða, sölu-og ráðgjafarsviðs, viðskiptaþróunar og rekstrar og þróunar mun nú taka við sem framkvæmdastjóri tjónasviðs. Ólafur Njáll Sigurðsson er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs.

Þessi breyting felur í sér straumlínulögun og byggir á flötu stjórnskipulagi þar sem boðleiðir eru stuttar.

Hjálagt fylgir nýtt skipurit.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Björnsson, forstjóri, í síma 440-2000.