2015-12-18 10:15:16 CET

2015-12-18 10:15:16 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða Hæstaréttar í máli SHS gegn Lánasjóði sveitarfélaga


Í gær, 17. desember 2015, féll dómur Hæstaréttar í áfrýjun á dómi í máli
Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bs. gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Í dómi
Hæstaréttar er viðurkennt að lán sem ágreiningur var um hafi að hluta til verið
í íslenskum krónum og bundið ólögmætri gengistryggingu í skilningi 13. og 14.
gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. 

Í dómi Hæstaréttar er Lánasjóði sveitarfélaga gert að greiða Slökkviliði
Höfuðborgarsvæðisins 190.055.114 með dráttarvöxtum sem er lækkun úr 370.442.781
krónum samkvæmt dómi Héraðsdóms. 

Meðfylgjandi er tengill á dóm Hæstaréttar í máli Slökkviliðs
Höfuðborgarsvæðisins bs. gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. 

  -- http://www.haestirettur.is/domar?nr=10881

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4949
e-mail: ottar@lanasjodur.is